Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2023 14:10 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira