Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2023 14:10 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Sjá meira