Segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2023 11:59 Lyklaskipti hjá ríkisstjórninni en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jón Gunnarssyni í dómsmálaráðuneytinu. Ljóst er að Jón sér ekki fram á að ríkisstjórnin eigi sér mikla framtíð. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús. Jón ræddi orkumálin lengstum og sagði komið upp neyðarástand. Það væri ekki hægt að virkja og því gæti komið til skerðinga hjá heimilum. Hann taldi einsýnt að koma þyrfti upp einhverjum meirihluta á þinginu sem gæti keyrt það mál áfram fram hjá ríkisstórninni. „Ég hef enga trú á því að þessi ríkisstjórn geri það.“ Vinstri grænir stöðva öll mál Hann sagði spurður að það yrði bara að koma í ljós hvaða meirihluti það yrði, en það væri hægt að finna meirihluta fyrir þessu á þinginu. En það eru þá bara Vinstri grænir sem stoppa þetta í ríkisstjórninni? „Já, og Samfylkingin hefur verið þarna líka. Þau vilja kannski reyna að endurskrifa söguna núna. En það er mjög nærtækt að hugsa til þess að við erum komin í þá stöðu að við þurfum að skerða heitt vatn til íbúa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Jón og hélt áfram: „Það er ekki nema á annað ár síðan að þáverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur til margra ára sagði hér við þjóðina hvað eftir annað að við þurfum ekki að meiri orkuframleiðslu. Þið munið örugglega eftir því. Afleiðingin núna er að það þarf að skerða heitt vatn á köldum dögum.“ Vinstri græn stoppa þetta í ríkisstjórn en það eru aðrir flokkar á þingi sem myndu kannski samþykkja þetta. Hvað ertu að reyna að segja, ertu að tala um nýtt ríkisstjórnarsamstarf? Að Vinstri græn þurfi hreinlega að víkja úr ríkisstjórn? „Um þessi mál þarf að nást samstaða í þinginu. Þingið ber bara þá ábyrgð að taka á þessu neyðarástandi sem er að skapast. Hvort það gerist með því að það þurfi að fara í kosningar, sem ég held að væri óheppilegt á þessum tíma eða að við náum einhvers konar öðru samstarfi um þessi mál? Þingið getur ekki vikið sér undan þessari ábyrgð.“ Alvarlegir brestir í ríkisstjórnarsamstarfinu Væri hægt að spyrja þjóðina beint? „Ég held að þjóðin svari þessu afgerandi. Ég held að það þurfi ekkert að spyrja hana. Við berum þessa ábyrgð.“ En ef þið getið ekki komið ykkur saman er kannski allt í lagi að spyrja þjóðina, stöku sinnum? „Það eru auðvitað alvarlegir brestir í þessari ríkisstjórn. Við sjáum hvernig matvælaráðherra hefur verið að setja fram frumvörp án nokkurs samráðs. Í stórum málum eins og fiskveiðistjórnunarmálum sem þjóðin er sammála um að taka á en hún er að setja saman mjög afgerandi tillögur sem verða erfiðar fyrir okkur og Framsókn. Án nokkurs samráðs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljóst er að Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir við ýmislegt sem hún hefur gert án alls samráðs sem ráðherra.vísir/Ívar Fannar Hún kemur með það sama í laxeldinu og hún kemur með hvalveiðibann í sumar … þessi vinnubrögð eru náttúrlega ekki að stuðla að trausti milli þessara ríkisstjórnarflokka.“ Þið virðist vera sammála um nánast ekki neitt. Hvernig nennið þið að halda þessu áfram? „Það er ákveðin stöðnun í kerfinu. Það blasir við öllum. Það er ekki mitt að sitja hér með ykkur og tala í útvarp sem þúsundir eða tugþúsundir eru að hlusta á og vera eitthvað að fegra hlutina.“ En þú ert pirraður á þessu stjórnarsamstarfi? „Já, ég er pirraður. Ég horfi bara uppá þessi verkefni sem verður að leysa og ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til að leysa þau. Það er bara staðan og þetta geta allir sagt sér sjálfir sem fylgjast með pólitík.“ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orkumál Hvalveiðar Sjókvíaeldi Bítið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Jón ræddi orkumálin lengstum og sagði komið upp neyðarástand. Það væri ekki hægt að virkja og því gæti komið til skerðinga hjá heimilum. Hann taldi einsýnt að koma þyrfti upp einhverjum meirihluta á þinginu sem gæti keyrt það mál áfram fram hjá ríkisstórninni. „Ég hef enga trú á því að þessi ríkisstjórn geri það.“ Vinstri grænir stöðva öll mál Hann sagði spurður að það yrði bara að koma í ljós hvaða meirihluti það yrði, en það væri hægt að finna meirihluta fyrir þessu á þinginu. En það eru þá bara Vinstri grænir sem stoppa þetta í ríkisstjórninni? „Já, og Samfylkingin hefur verið þarna líka. Þau vilja kannski reyna að endurskrifa söguna núna. En það er mjög nærtækt að hugsa til þess að við erum komin í þá stöðu að við þurfum að skerða heitt vatn til íbúa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Jón og hélt áfram: „Það er ekki nema á annað ár síðan að þáverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur til margra ára sagði hér við þjóðina hvað eftir annað að við þurfum ekki að meiri orkuframleiðslu. Þið munið örugglega eftir því. Afleiðingin núna er að það þarf að skerða heitt vatn á köldum dögum.“ Vinstri græn stoppa þetta í ríkisstjórn en það eru aðrir flokkar á þingi sem myndu kannski samþykkja þetta. Hvað ertu að reyna að segja, ertu að tala um nýtt ríkisstjórnarsamstarf? Að Vinstri græn þurfi hreinlega að víkja úr ríkisstjórn? „Um þessi mál þarf að nást samstaða í þinginu. Þingið ber bara þá ábyrgð að taka á þessu neyðarástandi sem er að skapast. Hvort það gerist með því að það þurfi að fara í kosningar, sem ég held að væri óheppilegt á þessum tíma eða að við náum einhvers konar öðru samstarfi um þessi mál? Þingið getur ekki vikið sér undan þessari ábyrgð.“ Alvarlegir brestir í ríkisstjórnarsamstarfinu Væri hægt að spyrja þjóðina beint? „Ég held að þjóðin svari þessu afgerandi. Ég held að það þurfi ekkert að spyrja hana. Við berum þessa ábyrgð.“ En ef þið getið ekki komið ykkur saman er kannski allt í lagi að spyrja þjóðina, stöku sinnum? „Það eru auðvitað alvarlegir brestir í þessari ríkisstjórn. Við sjáum hvernig matvælaráðherra hefur verið að setja fram frumvörp án nokkurs samráðs. Í stórum málum eins og fiskveiðistjórnunarmálum sem þjóðin er sammála um að taka á en hún er að setja saman mjög afgerandi tillögur sem verða erfiðar fyrir okkur og Framsókn. Án nokkurs samráðs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ljóst er að Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir við ýmislegt sem hún hefur gert án alls samráðs sem ráðherra.vísir/Ívar Fannar Hún kemur með það sama í laxeldinu og hún kemur með hvalveiðibann í sumar … þessi vinnubrögð eru náttúrlega ekki að stuðla að trausti milli þessara ríkisstjórnarflokka.“ Þið virðist vera sammála um nánast ekki neitt. Hvernig nennið þið að halda þessu áfram? „Það er ákveðin stöðnun í kerfinu. Það blasir við öllum. Það er ekki mitt að sitja hér með ykkur og tala í útvarp sem þúsundir eða tugþúsundir eru að hlusta á og vera eitthvað að fegra hlutina.“ En þú ert pirraður á þessu stjórnarsamstarfi? „Já, ég er pirraður. Ég horfi bara uppá þessi verkefni sem verður að leysa og ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til að leysa þau. Það er bara staðan og þetta geta allir sagt sér sjálfir sem fylgjast með pólitík.“
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orkumál Hvalveiðar Sjókvíaeldi Bítið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira