Hershöfðingjar funda um mögulegt vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 12:45 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í Súdan vegna átaka þar undanfarna mánuði. Ástandinu hefur verið lýst sem martraðakenndu. Getty/Luke Dray Hershöfðingjarnir Mohamed Hamdan Daglo og Abdel Fattah al-Burhan hafa samþykkt að hittast til að reyna að binda enda á blóðuga styrjöld í Súdan. Gífurleg óreiða hefur ríkt í Súdan undanfarna mánuði og hafa þúsundir fallið vegna átaka hershöfðingjanna og sveita þeirra. Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF. Súdan Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF.
Súdan Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira