Jólin jólin – alls staðar á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:02 Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Jól Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun