Fyrrverandi leikmaður Liverpool spilaði allan ferilinn með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:01 Dominic Matteo liggur hér meiddur í grasinu í leik með Liverpool en hann vissi ekki að æxli væri að vaxa í heila hans frá því að hann var barn. Getty/Matthew Ashton Skoski knattspyrnumaðurinn Dominic Matteo segir frá glímu sinni við krabbamein í heila í nýju viðtali við Guardian en hann fór í aðgerð fyrir fjórum árum þar sem meinið var fjarlægt. Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira