Rétt að veðja á Íslendinga: „Aldrei kynnst annarri eins eftirspurn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 08:00 Leikmenn íslenska landsliðsins kunna að meta góðan stuðning og fá hann án vafa á EM í janúar. VÍSIR/VILHELM Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri. Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira