Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 11:26 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01
„Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18