Svandís gerir ráð fyrir 20 prósenta afföllum Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2023 11:47 Jón Kaldal hefur skoðað frumvarp sem Svandís Svavarsdóttir hefur sett í samráðsgátt og honum líst ekki á blikuna. vísir Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum. „Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira