Dómari lék eftir lýsingar Steinþórs sem læknir sagði ómögulegar Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 13:59 Steinþór Einarsson sagði fyrir dómi í gær frá átökum sínum við Tómas sem dómari endurlék með látbragði í aðalmeðferð málsins í dag. Vísir Læknir sem rannsakaði stungusár á Tómasi Waagfjörð og Steinþóri Einarssyni í kjölfar andláts þess fyrrnefnda var spurður út í lýsingar Steinþórs á átökum hans og Tómasar af dómara í málinu. Steinþór er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi að bana í október í fyrra í íbúð á Ólafsfirði. Aðalmeðferð málsins hófst í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var framhaldið í dag. Dómari í málinu lék eftir lýsingar Steinþórs á atburðarásinni með látbragði í dómsal í dag. Fyrrnefndur læknir sagði „eiginlega hægt að útiloka“ þá lýsingu eins og læknirinn skyldi hana. Læknirinn sem um ræðir er annar tveggja sem hafa gefið skýrslu vegna málsins í héraði í dag. „Það er í raun ekki hægt,“ sagði læknirinn. Hins vegar sagðist hann ekki geta útiloka að Tómas hefði sjálfur haldið á hnífnum, og hendi hans ýtt í síðuna á sjálfum sér og þar með valdið áverkunum. Það hefði þó þurft að gerast tvisvar. Ólíklegt væri því að um sjálfskaða væri að ræða. Læknirinn sagði stungusár á Tómasi benda til þess að þau hefðu átt sér stað vegna markviss vilja. „Það væri gríðarlega óvanalegt ef svona myndi gerast óvart,“ sagði hann. Í ljósi lýsinga á þá leið að Tómas og Steinþór hefðu tekist á um hnífinn væri þó ekki hægt að útiloka það. „Það væri alveg einstakt ef þetta væri óvart,“ bætti hann við. Þá útskýrði læknirinn að áverkar á Steinþóri, þá sérstaklega í hendi hans, væru dæmigerðir fyrir varnaráverka. Hann sagði áverka í andliti og læri Steinþórs ekki benda til þess að þeir hefðu getað sett hann í lífshættu. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26 Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Aðalmeðferð málsins hófst í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var framhaldið í dag. Dómari í málinu lék eftir lýsingar Steinþórs á atburðarásinni með látbragði í dómsal í dag. Fyrrnefndur læknir sagði „eiginlega hægt að útiloka“ þá lýsingu eins og læknirinn skyldi hana. Læknirinn sem um ræðir er annar tveggja sem hafa gefið skýrslu vegna málsins í héraði í dag. „Það er í raun ekki hægt,“ sagði læknirinn. Hins vegar sagðist hann ekki geta útiloka að Tómas hefði sjálfur haldið á hnífnum, og hendi hans ýtt í síðuna á sjálfum sér og þar með valdið áverkunum. Það hefði þó þurft að gerast tvisvar. Ólíklegt væri því að um sjálfskaða væri að ræða. Læknirinn sagði stungusár á Tómasi benda til þess að þau hefðu átt sér stað vegna markviss vilja. „Það væri gríðarlega óvanalegt ef svona myndi gerast óvart,“ sagði hann. Í ljósi lýsinga á þá leið að Tómas og Steinþór hefðu tekist á um hnífinn væri þó ekki hægt að útiloka það. „Það væri alveg einstakt ef þetta væri óvart,“ bætti hann við. Þá útskýrði læknirinn að áverkar á Steinþóri, þá sérstaklega í hendi hans, væru dæmigerðir fyrir varnaráverka. Hann sagði áverka í andliti og læri Steinþórs ekki benda til þess að þeir hefðu getað sett hann í lífshættu.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26 Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. 12. desember 2023 11:26
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01