Arnór kom Blackburn yfir með marki á 35. mínútu eftir stoðsendingu frá Sammie Szmodics og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Scott Wharton tvöfaldaði svo forystu Blackburn á 53. mínútu áður en Mark Sykes minnkaði muninn fyrir Bristol sjö mínútum síðar. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-1 sigur Blackburn.
Með sigrinum lyftir Blackburn sér upp um þrjú sæti, úr ellefta sæti upp í það áttunda. Liðið er nú með 31 stig eftir 21 leik, tveimur stigum á eftir Sunderland sem situr í sjötta og seinasta umspilssætinu um sæti í ensku úrvalsdeildinni.