Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 06:14 Ráðstefnan hefur staðið síðustu tvær vikurnar. EPA Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20