Jói Kalli: Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Bruno Fernandes svekkelsið uppmálað eftir tap Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Getty/Michael Steele Manchester United er úr leik í Evrópu og það fyrir jól. United datt út úr Meistaradeildinni í gær og komst heldur ekki í Evrópudeildina. United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira