Jói Kalli: Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Bruno Fernandes svekkelsið uppmálað eftir tap Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Getty/Michael Steele Manchester United er úr leik í Evrópu og það fyrir jól. United datt út úr Meistaradeildinni í gær og komst heldur ekki í Evrópudeildina. United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira