Fílabeins(flug)turninn Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 13. desember 2023 14:31 Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun