Leikirnir í 8-liða úrslitunum verða spilaðir helgina 20.-22. janúar. Í 8-liða úrslitum karla er eitt 1. deildarlið enn með en það er lið KR sem fékk það erfiða verkefni að sækja Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók.
Hjá konunum er einnig eitt lið úr 1. deildinni en það er lið Hamars/Þórs sem spilar á útivelli gegn Njarðvíkingum.
8-liða úrslit karla:
Tindastóll – KR
Höttur – Keflavík
Stjarnan – Valur
Grindavík – Álftanes
8-liða úrslit kvenna:
Haukar – Keflavík
Þór Ak. – Stjarnan
Valur – Grindavík
Njarðvík – Hamar/Þór
Eftir þessa leiki verður ljóst hvaða lið fara í Laugardalshöllina í undanúrslitin 19. og 20. mars, og úrslitaleikirnir verða svo laugardaginn 23. mars.