Senda hörðustu prinsessu Íslands í baráttuna um krúnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir var boðið á mótið sem fer fram á Mallorca. Það verður seinna hægt að horfa á heimildarmynd um það sem þar fer fram. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er fyrir löngu byrjuð að skapa sér nafn í CrossFit heiminum og gott dæmi um það er boð hennar í Crown CrossFit keppnina. Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira