Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hafin Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 06:36 Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Önnur lota verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra hófst klukkan fjögur í nótt, en aðgerðirnar hafa áhrif á ferðir þúsunda ferðalanga. Aðgerðirnar nú standa líkt og á þriðjudag til klukkan 10. Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Boðað hefur verið til nýs samningafundar í deilu Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Ekkert var fundað í deilunni í gær, en Félag flugumferðarstjóra hefur einnig boðað til vinnustöðvunar á mánudag og miðvikudag í næstu viku, náist ekki samningar. Fram kom í gær að verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra nú hafi áhrif á um sextíu flugferðir Icelandair og 8.300 farþega félagsins. Flugi sem hafi verið á áætlun í morgun frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu mun seinka. Sömuleiðis muni verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Á vef Isavia komur fram að von sé á fyrstu flugvélum bæði Icelandair og Play til Keflavíkur á ellefta tímanum á eftir. Þar kemur fram að Play hefur þurft að fresta morgunflugi sínu á þann veg að áætluð brottför sumra þeirra er ekki fyrr en í kvöld. Fram hefur komið að bæði Icelandair og Play skoði nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur sagt að hann telji að stjórnvöld eigi að stíga inn í deiluna þar sem furðulegt sé að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum. Þá var Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, harðorður í garð flugumferðarstjóra og segir alveg ljóst að kerfið ráði ekki við að gangast við þær kröfur sem félagsmenn flugumferðarstjóra hafa sett fram. Sagði hann stöðuna vera líkt handriti í lélegri bíómynd. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi,“ sagði Bogi Nils í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikilvægt að deilan leysist sem fyrst Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra sagði við fréttastofu í gær að mikilvægt væri að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Play Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45 Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
„Þetta snýst bara um skynsemi“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. 13. desember 2023 20:45
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13. desember 2023 18:49