Trölli fær ekki að stela hjólajólunum Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. desember 2023 11:01 Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Alþingi Loftslagsmál Samgöngur Skattar og tollar Píratar Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun