Trölli fær ekki að stela hjólajólunum Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. desember 2023 11:01 Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Alþingi Loftslagsmál Samgöngur Skattar og tollar Píratar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar