„Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2023 10:00 Píluveislan hefst í kvöld. vísir/getty Jólin eru ekki bara hátíð ljóss og friðar heldur einnig hátíð píluíþróttarinnar. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í London í kvöld. Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55. Pílukast Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55.
Pílukast Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti