Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 16:40 Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Írskir stjórnmálamenn standa mögulega frammi fyrir umfangsmiklum breytingum á viðhorfi Íra til innflytjenda. AP/Virginia Mayo Írland hefur lengi þótt nokkuð merkilegt fyrir þar sakir að þar hafa fjar-hægri stjórnmálaflokkar aldrei náð fótfestu. Þá hefur írska þjóðin verið stolt af því hvernig tekið er á móti farand- og flóttafólki þar. Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent. Írland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum lítur út fyrir að Írum af erlendum uppruna hafi fjölgað úr tíu prósentum þjóðarinnar í tuttugu prósent og það án mikillar aukningar í andúð á innflytjendum. Útlit er fyrir að það sé að breytast. Samkvæmt frétt Reuters hafa Írar tekið á móti nærri því hundrað þúsund flóttamönnum frá Úkraínu, sem er meira en nokkuð annað ríki í Vestur-Evrópu, miðað við höfðatölu. Þetta fólk hefur bæst við metfjölda hælisleitenda og stóran hóp farandverkamanna. Þetta er sagt hafa leitt til mikillar verðhækkunar á húsnæði. Leo Vardakar, forsætisráðherra, sagði á þingi í október, að Írar gætu ekki tekið móti fleiri hælisleitendum og flóttamönnum. Þá var tilkynnt á þriðjudaginn að fjárveitingar til nýkomins úkraínsks flóttafólks yrðu lækkaðar úr 220 evrum á viku í 39. Úr um 33 þúsund krónum á viku í tæpar sex þúsund. Þá voru gerðar breytingar á þann veg að úkraínskt flóttafólk megi ekki vera lengur en níutíu daga í húsnæði sköffuðu af ríkinu. Markmiðið, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Írlands, RTÉ, er að draga úr komum flóttafólks frá Úkraínu. Óeirðir í Dyflinni Til óeirða kom í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í síðasta mánuði, eftir að stakk konu og þrjú börn í miðborg borgarinnar. Lögreglan hefur ekkert sagt opinberlega um þjóðerni mannsins en írskir fjölmiðlar hafa sagt hann frá Alsír. Eftior stunguárásina kom til átaka milli hóps fjar-hægri aðgerðasinna og lögreglunnar í Dyflinni og leiddi það til mikilla skemmda og rána. Sjá einnig: Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Íbúar smábæjarins Rosslare Harbour komust að því í síðasta mánuði að til stæði að hætta við áætlanir um að breyta gömlu hóteli í dvalarheimili. Þess í stað átti að nota húsnæðið til að hýsa hælisleitendur. Samkvæmt Reuters gaus upp nokkur reiði meðal um 1.200 íbúa bæjarins, þar sem fyrir má finna rúmlega þrjú hundruð hælisleitendur. „Hvar eiga þau að fara í skóla, hvar eiga þau að sækja læknisþjónustu?“ sagði einn íbúi bæjarins. Hann er einn þeirra sem standa við fjóra mótmælastaði kringum áðurnefnt hótel. Skipuleggjendur mótmælanna ítreka að vel hafi verið tekið móti hælisleitendum og flóttafólki í bænum og að mótmælendur séu ekki á móti innflytjendum. Nær athygli þingmanna Fréttaveitan segir sambærileg mótmæli hafa átt sér stað víðar um Írland og að hafi vakið athygli á þinginu, þar sem óháðir þingmenn lögðu nýverið fram frumvarp um að takmarka fjölda flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda í Írlandi. Þingmenn ríkisstjórnarflokka Írlands og stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þessa óháðu þingmenn harðlega í kjölfarið. Málefni innflytjenda hafa þó náð athygli kjósenda. Á undanförnum tveimur árum síða skoðanakannanir að þau málefni eru komin í þriðja sæti yfir málefni sem þeir hafa mestar áhyggjur af. Fyrir tveimur árum sögðust fjögur prósent kjósenda hafa áhyggjur af þessu en nú er hlutfallið 24 prósent.
Írland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira