Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Kúveit í dag þegar útsending þess var rofin. Í frétt AP segir að hann hafi látist í dag og að engin dánarorsök hafi verið gefin upp.
Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í síðasta mánuði vegna ótilgreindra veikinda. Hann hafi verið heilsulítill frá því að hann tók við embætti og hálfbróðir hans hafi verið eiginlegur leiðtogi Kúveit frá valdatöku hans.
Fréttin hefur verið leiðrétt. Upphaflega var ritað að emírinn í Katar væri látinn. Emírinn í Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, er sprelllifandi.