Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. vísir

Lögmaður seinfærrar móður tveggja drengja, sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum, segir óskiljanlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Prófessor í fötlunarfræði segir allt of algengt að börn séu tekin of snemma frá foreldrum.

Palestínskur faðir, sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, furðar sig á því að enn hafi ekki tekist að koma eiginkonu hans og börnum frá Gasa og hingað til lands. Fjölskyldusameiningar frá Palestínu hafa verið settar í forgang hjá Útlendingastofnun.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem útlit er fyrir þinglok í kvöld, kíkjum á jólamatarmarkað og fáum að sjá eftirtektarvert steinasafn hjá áttatíu og fimm ára múrarameistara á Sauðárkróki.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×