Ten Hag: Við áttum tvö bestu færin Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 21:01 Erik Ten Hag lét vel í sér heyra í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag var stoltur af frammistöðu síns liðs í jafnteflinu gegn Liverpool í dag. hann sagði að hans menn hefðu getað ógnað liði Liverpool enn frekar. Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“ Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti