Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2023 14:53 Eins gott að vera ekki of seinn að sækja krakkann á leiksskóla í Árborg. Það kostar hvert korterið þrjú þúsund krónur og safnast þegar saman kemur. vísir/hanna Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót. Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér. Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Það var Mannlíf sem vakti fyrst athygli á þessu en breytingin á gjaldskránni tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Slíkt gjald þekkist ekki í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar bárust miðlinum frá ósáttum foreldrum og forráðamönnum sem töldu ónákvæmar tímaskráningar við lýði í leikskólanum: „Foreldri sem hafði sótt eina mínútu of seint hafði fengið skrásetta þriggja mínútna seinkun. Ónákvæmni tímaskráningarinnar er fylgifiskur þegar börnin eru sótt í útiveru, bendir foreldrið á. Þá þarf kennarinn sem fylgdist með barninu úti að fara inn til að skrá það út úr kerfinu sem tekur einhverjar mínútur.“ Reglurnar eru svo þær að ef foreldri er korterinu of seint að sækja barnið þá bætast aðrar þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Hvert korter kostar þrjú þúsund krónur. Og ef foreldri mætir of snemma með barnið í vistun, þá gildir það sama: Þrjú þúsund krónur bætast við refsinguna. Eins og rakið hefur verið í fréttum er Árborg í kröggum og má telja líklegt að þessar aðgerðir séu hluti af því að vilja rétta sveitarfélagið við. Ef barn er sótt meira en 15 mínútum of seint eru rukkaðar aðrar þrjú þúsund krónur fyrir næsta korter. Þannig getur það kostað foreldri eða forráðamann 9000 krónur að sækja barnið þrisvar sinnum of seint. Það sama gildir ef mætt er of snemma með barnið í dagvistunina, þá kostar það líka. Í tilkynningunni um breytta gjaldkrárhækkun segir: „Á 30. fundi bæjarstjórnar, 13. desember 2023, var samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg frá og með 1. janúar 2024. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu Árborgar og í við hengi í þessum pósti. Gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma Í reglum um leikskóla í Árborg kemur fram að áður en leikskóladvöl barns hefst geri viðkomandi leikskóli og foreldrar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá leikskóla Árborgar og reglur um leikskóla í Árborga og skuldbinda sig til að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma. Í gjaldskrá leikskóla Árborg er heimild fyrir því að innheimta gjald fyrir dvöl umfram umsaminn vistunartíma. Frá og með 1. janúar 2024 hækkar gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma upp í 3000.- krónur. Þetta á við ef að börn mæta fyrir umsaminn vistunartíma eða eru sótt eftir að vistunartíma lýkur samkvæmt dvalarsamningi“. Fundargerð frá bæjarstjórnarfundi má svo sjá hér.
Árborg Rekstur hins opinbera Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira