Bannað að kjósa Albert Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 12:50 Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins. Getty/Simone Arveda Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433.is þar sem vísað er í svar frá KSÍ við því af hverju Albert komi ekki til greina í kjörinu í ár. Í því segir að sömu reglur gildi varðandi val á knattspyrnumanni ársins eins og við val á leikmönnum í landsliðið, þar sem þeir sem liggi undir grun um lögbrot komi ekki til greina. Ljóst er að ef aðeins væri horft til afreka á fótboltavellinum kæmi Albert til greina að þessu sinni, eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Genoa upp úr ítölsku B-deildinni í vor og svo farið á kostum í ítölsku A-deildinni, einni af bestu deildum Evrópu, í haust. Þar hefur hann meðal annars skorað sex mörk í 14 leikjum. Albert lék hins vegar aðeins fyrri hluta árs með íslenska landsliðinu því hann hefur ekki komið til greina í landsliðið frá því í ágúst, þegar fram kom að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í stuttri yfirlýsingu í ágúst. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að mál Alberts væri komið á borð héraðssaksóknara, að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti héraðssaksóknara tekur svo ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla. Á vef 433.is er birtur atkvæðaseðillinn sem kjósendur valdir af KSÍ nota í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Tíu leikmenn koma til greina en þeir eru, í stafrófsröð: Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) Birnir Snær Ingason (Víkingi) Guðlaugur Victor Pálsson (Eupen) Hákon Arnar Haraldsson (Lille) Hákon Rafn Valdimarsson (Elfsborg) Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Jón Dagur Þorsteinsson (OH Leuven) Orri Steinn Óskarsson (FC Kaupmannahöfn) Willum Þór Willumsson (Go Ahead Eagles) Á vef KSÍ segir að fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, komi að kjörinu hverju sinni. Þess ber að geta að einnig er kosið sérstaklega um knattspyrnukonu ársins. Í fyrra urðu þau Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir fyrir valinu.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Sjá meira