Davíð seldur til Álasunds Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 15:31 Davíð Snær Jóhannsson bætist í hóp Íslendinga sem spilað hafa fyrir Álasund. Hér er hann mættur í búningsklefa félagsins. Aalesund FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds. Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH. Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira
Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH.
Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira