Fulham í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 22:02 Tosin Adarabioyo tryggði Fulham sigur í vítaspyrnukeppninni með áttundu spyrnu liðsins. Richard Heathcote/Getty Images Fulham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Everton í úrvalsdeildarslag í átta liða úrslitum. Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira