Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu tvö til sex stig um hádegi.
„Hægari austlæg eða breytileg átt fyrir norðan, snjókoma og vægt frost.
„Í kvöld verður lægðin komin austur fyrir land, verður vindurinn þá norðlægari, víða él og kólnar heldur.
Á morgun er útlit fyrir norðan- og norðvestanstrekking með éljum fyrir norðan, en stöku él suðvestanlands og bjartviðri suðaustantil. Frost 1 til 9 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðan og norðvestan 8-15 m/s, en 13-18 austast um kvöldið. Snjókoma fyrir norðan, en lítilsháttar él sunnantil. Frost 3 til 10 stig.
Á föstudag (vetrarsólstöður): Norðan og norðaustan 5-13 og él, en yfirleitt bjart um landið sunnanvert. Áfram kalt í veðri.
Á laugardag (Þorláksmessa): Austan 10-18 og dálítil él, en 18-23 með suðurströndinni. Þykknar upp sunnantil með snjókomu, en hægari vindur norðaustantil og úrkomuminna. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustan- og norðanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomuminna á Vesturlandi. Frost 0 til 5 stig.
Á mánudag (jóladagur): Norðaustlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag (annar í jólum): Útlit fyrir austlæga átt og lítilsháttar él á víð og dreif. Kólnar í veðri.