„Sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2023 11:30 Krummi Kaldal er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Lífskúnstnerinn og tískuáhugamaðurinn Krummi Kaldal var valinn einn af best klæddu Íslendingum ársins samkvæmt álitsgjöfum í grein á Vísi í síðustu viku. Hann elskar að leika sér með klæðaburð sinn og tekur honum ekki of alvarlega. Krummi er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Krummi Kaldal elskar að leika sér með tískuna og hafa gaman að henni.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún skiptir litlu máli í stóra samhenginu. Það er bara sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl. Krummi segir að það skemmtilegasta við tískuna sé hvað hún skipti litlu máli í stóra samhenginu. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Loðnu kúrekastígvélin mín. Ég dýrka flíkur úr feldi og mig hafði dreymt um kúrekastígvél í mörg ár, síðan fann ég beggja heima blöndu í þessum stígvélum. Stígvélin umræddu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já ég geri það því miður, ég hef mætt seint í þó nokkur boð vegna þess. Krummi gefur sér góðan tíma í að hafa sig til og hefur mætt seint í nokkur boð sökum þess.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Klassík og kjaftæði. Krummi leikur sér á mörkum klassíkar og kjaftæðis.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur það, ég fór úr því að vera saggandi í Supreme yfir í ruglið sem ég klæðist í dag. Ég er líka algjör dellukall. Eina vikuna gæti ég gengið einungis í skoppara fötum og þá næstu eins og karakter úr Tim Burton mynd. Mér finnst gaman að hafa fjölbreytileika í stílnum mínum. Lifi DAB-ið. Krumma finnst gaman að hafa fjölbreytileikann ríkjandi í stílnum sínum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Héðan og þaðan, aðallega þaðan. Ég skoða mikið gamlar tískusýningar. Dior ss05 og Rick Owens fw17 eru í miklu uppáhaldi eins og er. Tískugúrúarnir Daníel Ágúst og Krummi Kaldal sameinuðust í tökum á söfnunarþætti Unicef fyrir Rúv. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bannað að vera boring. Krummi Kaldal heldur sér á tánum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Kaldal derhúfan sem frændi minn gerði fyrir mig þegar ég var sjö ára. Hún hefur verið límd við hausinn á mér í þrettán ár og það er farið að sjást vel á henni. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vertu í því sem þér finnst flott, það eru allir of uppteknir af sjálfum sér til að vera að skipta sér að því sem þú ert í. Krummi Kaldal nennir ekki að hafa áhyggjur af tískuáliti annarra.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Hér er hægt að fylgjast með Krumma Kaldal á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Krummi Kaldal elskar að leika sér með tískuna og hafa gaman að henni.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún skiptir litlu máli í stóra samhenginu. Það er bara sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl. Krummi segir að það skemmtilegasta við tískuna sé hvað hún skipti litlu máli í stóra samhenginu. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Loðnu kúrekastígvélin mín. Ég dýrka flíkur úr feldi og mig hafði dreymt um kúrekastígvél í mörg ár, síðan fann ég beggja heima blöndu í þessum stígvélum. Stígvélin umræddu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já ég geri það því miður, ég hef mætt seint í þó nokkur boð vegna þess. Krummi gefur sér góðan tíma í að hafa sig til og hefur mætt seint í nokkur boð sökum þess.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Klassík og kjaftæði. Krummi leikur sér á mörkum klassíkar og kjaftæðis.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur það, ég fór úr því að vera saggandi í Supreme yfir í ruglið sem ég klæðist í dag. Ég er líka algjör dellukall. Eina vikuna gæti ég gengið einungis í skoppara fötum og þá næstu eins og karakter úr Tim Burton mynd. Mér finnst gaman að hafa fjölbreytileika í stílnum mínum. Lifi DAB-ið. Krumma finnst gaman að hafa fjölbreytileikann ríkjandi í stílnum sínum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Héðan og þaðan, aðallega þaðan. Ég skoða mikið gamlar tískusýningar. Dior ss05 og Rick Owens fw17 eru í miklu uppáhaldi eins og er. Tískugúrúarnir Daníel Ágúst og Krummi Kaldal sameinuðust í tökum á söfnunarþætti Unicef fyrir Rúv. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bannað að vera boring. Krummi Kaldal heldur sér á tánum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Kaldal derhúfan sem frændi minn gerði fyrir mig þegar ég var sjö ára. Hún hefur verið límd við hausinn á mér í þrettán ár og það er farið að sjást vel á henni. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vertu í því sem þér finnst flott, það eru allir of uppteknir af sjálfum sér til að vera að skipta sér að því sem þú ert í. Krummi Kaldal nennir ekki að hafa áhyggjur af tískuáliti annarra.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Hér er hægt að fylgjast með Krumma Kaldal á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira