Enski boltinn

Liverpool á leið í undan­úr­slit eftir sex marka leik

Curtis Jones setti tvö í kvöld og fagnaði grimmt
Curtis Jones setti tvö í kvöld og fagnaði grimmt Michael Regan/Getty Images)

Liverpool tók á móti West Ham í síðasta leik átta liða úrslita enska deildar-bikarsins. Leiknum lauk með öruggum 5-1 sigri heimamanna sem skutu sér áfram í undanúrslit deildarbikarsins.

Liverpool tók á móti West Ham í síðasta leik átta liða úrslita enska deildar-bikarsins. Leiknum lauk með öruggum 5-1 sigri heimamanna sem skutu sér áfram í undanúrslit deildarbikarsins.

Dominik Szoboslai skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti þvert yfir markið rétt fyrir utan teig. Said Benrahama fékk þar sendingu frá varnarmanni og reyndi að snúa upp völlinn en Jarred Quansah var mættur í bakið á honum, vann boltann og kom honum á Szoboslai sem var ekki lengi að athafna sig áður en hann lét flakka.

Curtis Jones skoraði annað mark Liverpool í upphafi seinni hálfleiks, eftir gott samspil við Darwin Nunez slapp Jones inn fyrir og setti boltann milli fóta Aerola í marki West Ham.

Þriðja mark Liverpool skoraði svo Cody Gakpo eftir langan og góðan sprett upp völlinn hjá Ibrahima Konate, hann lagði boltann á Gakpo sem skaust framhjá varnarmanni og renndi boltanum í netið.

Brennan Johnson sendi háan og langan bolta undir lokin á Jarrod Bowen sem minnkaði muninn fyrir gestina með frábærri afgreiðslu framhjá Caomhin Kelleher.

Sú litla von sem það mark veitti West Ham dó fljótt þegar Liverpool svaraði með tveimur mörkum með stuttu millibili frá Mohamed Salah og Curtis Jones. Þar gerðu þeir algjörlega útaf við vonir gestanna og komu sér í undanúrslitin með öruggum 5-1 sigri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×