Tom Lockyer, leikmaður Luton Town, hneig til jarðar á 59. mínútu leiksins. Rob Edwards, þjálfari liðsins, brjást skjótt við og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðsaðilum pláss til að hlúa að Lockyer.
Leikurinn var stöðvaður og leikmenn biðu á hliðarlínunni með Lockyer var borinn af velli, þeir héldu svo inn til búningsherbergja sinna og komu ekki aftur þaðan út. Tæpum hálftíma eftir atvikið tilkynnti Simon Hooper, dómari leiksins, að leiknum væri aflýst.
The Premier League Board has decided that last Saturday’s fixture with AFC Bournemouth will be replayed in full.
— Luton Town FC (@LutonTown) December 20, 2023
The game will be rescheduled for later in the season, with a date to be confirmed following consultation with relevant parties.
The Luton Town ticket office would… pic.twitter.com/R155aUV2lR
Þetta var í annað sinn á árinu sem Lockyer hneig niður á knattspyrnuvellinum, svipað atvik átti sér stað í úrslitaleik Championship deildarinnar þar sem Luton tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Lockyer var vistaður á spítala og gekkst undir aðgerð. Hann stóðst svo læknisskoðun í kjölfarið og fékk leyfi til að spila fótbolta aftur.
En í ljósi þessa atviks þykir það ólíklegt að hann eigi aftur snúið á völlinn. Ástandi hans í dag er lýst sem stöðugu og hann öðlaðist meðvitund áður en hann var borinn af velli, en mun gangast undir frekari rannsóknir og mögulega aðgerð.