Home Alone fjölskyldan tilheyrir eina prósentinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 22:36 Kevin McCallister og félagar væru í hópi hinna ofurríku, væru þau raunverulega til. 20th century Fox McCallister fjölskyldan úr Home Alone jólamyndunum væri í hópi hinna ofurríku ef hún væri raunveruleg, miðað við eignir fjölskyldunnar og hús hennar í Chicago borg í Bandaríkjunum. Þetta er mat þriggja hagfræðinga auk kvikmyndagerðarfólks sem New York Times fékk til liðs við sig til þess að greina auðævi fjölskyldunnar og máta við forsendur veruleikans. Sérfræðingarnir líta meðal annars til þess hverjar eru meðaltekjur fjölskyldna í Chicago árið 1990 annars vegar og í dag hins vegar, á húsnæðisverð, lánaumhverfið á sitthvorum tíma og til skatta og gjalda. Þeir gefa sér að Kevin og félagar í MCCallister fjölskyldunni hafi ekki eytt meiru en þrjátíu prósent ráðstöfunartekna í húsnæði. Með þær forsendur segja sérfræðingarnir að fjölskylda þurfi tekjur sem nema 305 þúsund bandaríkjadollurum árið 1990 en 665 þúsund dollara í dag eða því sem nemur rúmum 42 milljónum króna árið 1990 og 91 milljón króna í dag. Þá komast þeir að þeirri niðurstöðu að hús þeirra myndi kosta um 2,4 milljónir Bandaríkjadollara í dag, eða því sem nemur rúmum 330 milljón íslenskum krónum. Fram kemur í umfjöllun New York Times að það hafi aldrei komið fram í myndinni við hvað foreldrar litla Kevins hafi starfað. Rætt er við Todd Strasser sem skrifaði samnefndar bækur eftir handriti myndanna. Hann segir að hann hafi fengið að ráða því. Hann hafi ákveðið að Kate McCallister hafi verið tískuhönnuður, þar sem þó nokkrar gínur hafi sést í húsi fjölskyldunnar í myndinni, sem Kevin notaði meðal annars til að blekkja innbrotsþjófana. Þá hafi hann gert pabba Kevin að kaupsýslumanni. Hann segir að sér hafi fundist það öruggast. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Þetta er mat þriggja hagfræðinga auk kvikmyndagerðarfólks sem New York Times fékk til liðs við sig til þess að greina auðævi fjölskyldunnar og máta við forsendur veruleikans. Sérfræðingarnir líta meðal annars til þess hverjar eru meðaltekjur fjölskyldna í Chicago árið 1990 annars vegar og í dag hins vegar, á húsnæðisverð, lánaumhverfið á sitthvorum tíma og til skatta og gjalda. Þeir gefa sér að Kevin og félagar í MCCallister fjölskyldunni hafi ekki eytt meiru en þrjátíu prósent ráðstöfunartekna í húsnæði. Með þær forsendur segja sérfræðingarnir að fjölskylda þurfi tekjur sem nema 305 þúsund bandaríkjadollurum árið 1990 en 665 þúsund dollara í dag eða því sem nemur rúmum 42 milljónum króna árið 1990 og 91 milljón króna í dag. Þá komast þeir að þeirri niðurstöðu að hús þeirra myndi kosta um 2,4 milljónir Bandaríkjadollara í dag, eða því sem nemur rúmum 330 milljón íslenskum krónum. Fram kemur í umfjöllun New York Times að það hafi aldrei komið fram í myndinni við hvað foreldrar litla Kevins hafi starfað. Rætt er við Todd Strasser sem skrifaði samnefndar bækur eftir handriti myndanna. Hann segir að hann hafi fengið að ráða því. Hann hafi ákveðið að Kate McCallister hafi verið tískuhönnuður, þar sem þó nokkrar gínur hafi sést í húsi fjölskyldunnar í myndinni, sem Kevin notaði meðal annars til að blekkja innbrotsþjófana. Þá hafi hann gert pabba Kevin að kaupsýslumanni. Hann segir að sér hafi fundist það öruggast.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp