Klopp ósáttur við stemninguna á Anfield: „Gefðu miðann ef þú ert ekki í lagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2023 09:31 Jürgen Klopp fannst ekki nógu góð stemmning á Anfield í gær. getty/James Gill Þrátt fyrir 5-1 sigur á West Ham United í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í gær var Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ekki alls kostar sáttur eftir leikinn. Honum fannst stemningin á Anfield nefnilega ekki nógu góð. Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að leggja West Ham að velli í gær. Curtis Jones skoraði tvö mörk og þeir Dominik Szoboszlai, Cody Gakpo og Mohamed Salah eitt mark hver. Klopp var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn West Ham en var ekki jafn sáttur með frammistöðu áhorfenda á Anfield. „Í fyrri hálfleik, þegar strákarnir spiluðu framúrskarandi vel, var ég ekki allt of ánægður með stemninguna fyrir aftan mig,“ sagði Klopp. „Ég spurði fólk: Hvað viljiði? Við breyttum mörgu, vorum með yfirburði en klúðruðum færum. Ef ég hefði verið í stúkunni hefði ég verið á tánum, þúsund prósent. Ég veit ekki hvort leikurinn gegn Manchester United var svo slæmur að við þurfum að biðjast afsökunar á að hafa ekki rústað þeim?“ Á laugardaginn fær Liverpool lið Arsenal í heimsókn í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Klopp vonast eftir betri stemningu á Anfield þá. „Við þurfum Anfield á laugardaginn. Allir sem vita eitthvað um þá vita að þeir verða undirbúnir svo við þurfum Anfield til að vera á tánum frá fyrstu sekúndu,“ sagði Klopp. „Ef þetta er of mikill fótbolti í desember, ef þú ert ekki í góðu standi gefðu einhverjum öðrum miðann þinn.“ Liverpool dróst gegn Fulham í undanúrslitum deildabikarsins. Í hinni viðureigninni mætast Chelsea og Middlesbrough. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að leggja West Ham að velli í gær. Curtis Jones skoraði tvö mörk og þeir Dominik Szoboszlai, Cody Gakpo og Mohamed Salah eitt mark hver. Klopp var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn West Ham en var ekki jafn sáttur með frammistöðu áhorfenda á Anfield. „Í fyrri hálfleik, þegar strákarnir spiluðu framúrskarandi vel, var ég ekki allt of ánægður með stemninguna fyrir aftan mig,“ sagði Klopp. „Ég spurði fólk: Hvað viljiði? Við breyttum mörgu, vorum með yfirburði en klúðruðum færum. Ef ég hefði verið í stúkunni hefði ég verið á tánum, þúsund prósent. Ég veit ekki hvort leikurinn gegn Manchester United var svo slæmur að við þurfum að biðjast afsökunar á að hafa ekki rústað þeim?“ Á laugardaginn fær Liverpool lið Arsenal í heimsókn í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Klopp vonast eftir betri stemningu á Anfield þá. „Við þurfum Anfield á laugardaginn. Allir sem vita eitthvað um þá vita að þeir verða undirbúnir svo við þurfum Anfield til að vera á tánum frá fyrstu sekúndu,“ sagði Klopp. „Ef þetta er of mikill fótbolti í desember, ef þú ert ekki í góðu standi gefðu einhverjum öðrum miðann þinn.“ Liverpool dróst gegn Fulham í undanúrslitum deildabikarsins. Í hinni viðureigninni mætast Chelsea og Middlesbrough. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira