Þrengir að Manchester United í janúarglugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 14:01 Bruno Fernandes er í flokki fárra góðra kaupa Manchester United á síðustu misserum. Getty/Clive Brunskill Manchester United hefur ekki mikla möguleika að fjárfesta í nýjum leikmönnum í janúar og ástæður þess eru fjármagnsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti