Fylgdi hyggjuvitinu og kom í veg fyrir stórbruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 14:01 Þórður Skúlason var að moka snjó í Garðsendanum þegar framkvæmdastjóri TBR færði honum vandaðan spaða fyrir slökkvistarf sitt. TBR Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum. Það hefði verið auðvelt fyrir Þórð Skúlason að bregðast ekki við brunabjöllunni í TBR á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Hann var nýkominn í húsið, búinn að hafa fataskipti og að sækja skó sína og spaða í skápinn sinn. Skyndileg fór í gang mikið sírenuhljóð, ærandi að hans sögn. „Oftar en sjaldnar koma svona hljóð í stórum byggingum og maður hugsar að þetta sé bara eitthvað plat, eitthvað hafi farið úrskeiðis sem verði lagað,“ segir Þórður. Auðvelt sé að sleppa því að bregðast við. En ekki þennan þriðjudaginn. „Ég hugsaði bara með sjálfum mér að það gengi ekki. Maður verður að bregðast við.“ Taldi sig finna lykt Þórður er 78 ára, spilar badminton tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og hefur gert eins lengi og elstu menn muna. „Ég hljóp af stað,“ segir Þórður. Hann mætti stúlku á leiðinni út úr rýminu þar sem er búningsklefi fyrir dömurnar og gufubað fyrir innan. Hún hafi ekki orðið var við neitt en Þórður hafi talið sig finna einhverja reyklykt. „Ég ákvað að ganga úr skugga um þetta.“ Hógværi maður en Þórður er vandfundinn og hann fór að öllu með gát. Í ljósi þess að um inngang á kvennaklefanum var að ræða byrjaði hann á að banka á dyrnar til að ganga úr skugga um að þar væri enginn. Í það minnsta að tryggja að hann gengi ekki inn á neinn. TBR við Gnoðavog þar sem badminton er spilað frá morgni til kvölds alla daga ársins. Tennis er hins vegar spilaður innanhúss í Tennishöllinni í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Engin svaraði svo Þórður hélt áfram inn í baðklefa fyrir framan gufubaðið. „Ég opna dyrnar á gufubaðinu og þá skíðlogar ofan á ofninum,“ segir Þórður. Hann hljóp til baka og upp í afgreiðslu til að verða sér úti um slökkvitæki. Beina leið niður aftur, sömu leið. „Ég buna úr tækinu á eldinn í smástund og hann hverfur. Í sömu andrá og ég slekk á tækinu blossar hann upp aftur. Svo ég sprautaði á eldinn í tvöfalt lengri tíma þar til það kom upp blár reykur. Það var farið að rjúka úr rústinni.“ Eldurinn hafði verið slökktur. Og badmintontíminn hafinn enda klukkan slegin hálf fimm svo Þórður fór að spila. Slökkviliðsmenn á tánum Einhverjum mínútum síðar mætti hópur slökkviliðsmanna í íþróttasalinn í TBR til að kanna orsök eldsins. Skipti engum toga nema þeir klæddu sig úr múnderingunni og fóru að spila badminton, sumir berfættir. Sem vakti mikla lukku meðal annarra spilara. „Það var skemmtilegur endir á þessu ferli,“ segir Þórður sem spilar með góðum hópi fólks tvisvar í viku. „Ég er 78 ára og sjálfsagt elstur, en það verður að hafa það. Það er gaman að geta hreyft sig.“ Badmintoniðkendur geta þakkað snörum handtökum Þórðar að geta spilað áfram íþrótt sína. Það segir Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri TBR. Hann mætti færandi hendi til Þórðar í Garðsendann í Reykjavík í gærmorgun með þakklætisvott. Nýjan spaða. „Hann sagði að ég hefði bjargað heilmiklu. Mín var ánægjan,“ segir Þórður. Tréfata á ofni Sigfús Ægir segir ómögulegt að segja hvað hefði gerst hefði Þórður ekki brugðið skjótt við. „Það hefði verið ansi dapurt ef húsið hefði skemmst út af þessum eldi og orðið einhver stöðvun á badmintoniðkun í vikur eða mánuði út af því.“ Snör viðbrögð Þórðar hafi skipt öllu. „Hann var það fljótur að það varð ekkert tjón,“ segir Sigfús Ægir. Aðeins hafi þurft að skipta um öryggisgrindina fyrir framan gufuna. Til marks um að eldurinn var búinn að grasserast í nokkurn tíma er að brunavarnakerfið fór í gang sem er hinum megin við þrjár hurðir; hurðina á gufunni, hurðina á sturtuklefanum og hurðina á búningsherberginu. Líkleg ástæða brunans er sú að tréfata fyrir vatn hafi verið skilin eftir ofan á ofninum sem er kveikt á alla daga klukkan fjögur. „Það er tréfatan sem sviðnar fyrst og brennur svo. Hefði hún fengið frið til að brenna hefði hún kveikt í sjálfum gufuklefanum sem hefði fuðrað upp eins og eldspýta. Það hefði ekki mátt muna mörgum mínútum.“ Badminton Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Það hefði verið auðvelt fyrir Þórð Skúlason að bregðast ekki við brunabjöllunni í TBR á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Hann var nýkominn í húsið, búinn að hafa fataskipti og að sækja skó sína og spaða í skápinn sinn. Skyndileg fór í gang mikið sírenuhljóð, ærandi að hans sögn. „Oftar en sjaldnar koma svona hljóð í stórum byggingum og maður hugsar að þetta sé bara eitthvað plat, eitthvað hafi farið úrskeiðis sem verði lagað,“ segir Þórður. Auðvelt sé að sleppa því að bregðast við. En ekki þennan þriðjudaginn. „Ég hugsaði bara með sjálfum mér að það gengi ekki. Maður verður að bregðast við.“ Taldi sig finna lykt Þórður er 78 ára, spilar badminton tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og hefur gert eins lengi og elstu menn muna. „Ég hljóp af stað,“ segir Þórður. Hann mætti stúlku á leiðinni út úr rýminu þar sem er búningsklefi fyrir dömurnar og gufubað fyrir innan. Hún hafi ekki orðið var við neitt en Þórður hafi talið sig finna einhverja reyklykt. „Ég ákvað að ganga úr skugga um þetta.“ Hógværi maður en Þórður er vandfundinn og hann fór að öllu með gát. Í ljósi þess að um inngang á kvennaklefanum var að ræða byrjaði hann á að banka á dyrnar til að ganga úr skugga um að þar væri enginn. Í það minnsta að tryggja að hann gengi ekki inn á neinn. TBR við Gnoðavog þar sem badminton er spilað frá morgni til kvölds alla daga ársins. Tennis er hins vegar spilaður innanhúss í Tennishöllinni í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Engin svaraði svo Þórður hélt áfram inn í baðklefa fyrir framan gufubaðið. „Ég opna dyrnar á gufubaðinu og þá skíðlogar ofan á ofninum,“ segir Þórður. Hann hljóp til baka og upp í afgreiðslu til að verða sér úti um slökkvitæki. Beina leið niður aftur, sömu leið. „Ég buna úr tækinu á eldinn í smástund og hann hverfur. Í sömu andrá og ég slekk á tækinu blossar hann upp aftur. Svo ég sprautaði á eldinn í tvöfalt lengri tíma þar til það kom upp blár reykur. Það var farið að rjúka úr rústinni.“ Eldurinn hafði verið slökktur. Og badmintontíminn hafinn enda klukkan slegin hálf fimm svo Þórður fór að spila. Slökkviliðsmenn á tánum Einhverjum mínútum síðar mætti hópur slökkviliðsmanna í íþróttasalinn í TBR til að kanna orsök eldsins. Skipti engum toga nema þeir klæddu sig úr múnderingunni og fóru að spila badminton, sumir berfættir. Sem vakti mikla lukku meðal annarra spilara. „Það var skemmtilegur endir á þessu ferli,“ segir Þórður sem spilar með góðum hópi fólks tvisvar í viku. „Ég er 78 ára og sjálfsagt elstur, en það verður að hafa það. Það er gaman að geta hreyft sig.“ Badmintoniðkendur geta þakkað snörum handtökum Þórðar að geta spilað áfram íþrótt sína. Það segir Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri TBR. Hann mætti færandi hendi til Þórðar í Garðsendann í Reykjavík í gærmorgun með þakklætisvott. Nýjan spaða. „Hann sagði að ég hefði bjargað heilmiklu. Mín var ánægjan,“ segir Þórður. Tréfata á ofni Sigfús Ægir segir ómögulegt að segja hvað hefði gerst hefði Þórður ekki brugðið skjótt við. „Það hefði verið ansi dapurt ef húsið hefði skemmst út af þessum eldi og orðið einhver stöðvun á badmintoniðkun í vikur eða mánuði út af því.“ Snör viðbrögð Þórðar hafi skipt öllu. „Hann var það fljótur að það varð ekkert tjón,“ segir Sigfús Ægir. Aðeins hafi þurft að skipta um öryggisgrindina fyrir framan gufuna. Til marks um að eldurinn var búinn að grasserast í nokkurn tíma er að brunavarnakerfið fór í gang sem er hinum megin við þrjár hurðir; hurðina á gufunni, hurðina á sturtuklefanum og hurðina á búningsherberginu. Líkleg ástæða brunans er sú að tréfata fyrir vatn hafi verið skilin eftir ofan á ofninum sem er kveikt á alla daga klukkan fjögur. „Það er tréfatan sem sviðnar fyrst og brennur svo. Hefði hún fengið frið til að brenna hefði hún kveikt í sjálfum gufuklefanum sem hefði fuðrað upp eins og eldspýta. Það hefði ekki mátt muna mörgum mínútum.“
Badminton Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent