Kjarnorkukrakkinn fagnaði draumafrumrauninni með kebab Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2023 15:30 Senuþjófur gærdagsins á HM í pílukasti, Luke Littler, með sigurkebabinn. Ungstirnið Luke Littler fagnaði sínum fyrsta sigri á heimsmeistaramótinu í pílukasti á hóflegan hátt. Hinn sextán ára Littler átti frábæra frumraun á HM í gær. Hann vann þá Hollendinginn Christian Kist örugglega, 3-0. Littler er enn sem komið er með langhæsta meðaltalið á HM, eða 106,12. Hann fékk sjö sinnum fullt hús (180) og hitti helming allra sinna útskota. Littler fær ekki langa hvíld því hann mætir Andrew Gilding í 2. umferð í kvöld. Hann leyfði sér þó aðeins að fagna eftir sigurinn á Kist. Kjarnorkukrakkinn hélt upp á draumafrumraunina í Ally Pally með því að fá sér kebab og kók. Mynd af honum graðka í sig kebabinn fór á flug á samfélagsmiðlum. 16-year-old Luke Littler produced one of the best World Darts debuts ever after beating Christian Kist 3-0 and celebrated in style with a kebab pic.twitter.com/q7u7FwyZ0G— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2023 Littler fær væntanlega meiri samkeppni frá Gilding en hann fékk frá Kist í gær en ljóst er að Kjarnorkukrakkinn er til alls líklegur á stærsta sviðinu. Þótt Littler líti kannski ekki út fyrir að vera sextán ára er hann fæddur 21. janúar 2007. Andstæðingur hans í kvöld, Gilding, er öllu eldri, eða 53 ára. Hann varð elsti maðurinn til að vinna stórmót þegar hann hrósaði sigri á Opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Gilding er í 20. sæti heimslistans í pílukasti en Littler í því 164. Samt er Littler núna sjöundi líklegastur til að vinna HM samkvæmt veðbönkum. Bein útsending frá seinni hluta dagsins á HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Hinn sextán ára Littler átti frábæra frumraun á HM í gær. Hann vann þá Hollendinginn Christian Kist örugglega, 3-0. Littler er enn sem komið er með langhæsta meðaltalið á HM, eða 106,12. Hann fékk sjö sinnum fullt hús (180) og hitti helming allra sinna útskota. Littler fær ekki langa hvíld því hann mætir Andrew Gilding í 2. umferð í kvöld. Hann leyfði sér þó aðeins að fagna eftir sigurinn á Kist. Kjarnorkukrakkinn hélt upp á draumafrumraunina í Ally Pally með því að fá sér kebab og kók. Mynd af honum graðka í sig kebabinn fór á flug á samfélagsmiðlum. 16-year-old Luke Littler produced one of the best World Darts debuts ever after beating Christian Kist 3-0 and celebrated in style with a kebab pic.twitter.com/q7u7FwyZ0G— SPORTbible (@sportbible) December 21, 2023 Littler fær væntanlega meiri samkeppni frá Gilding en hann fékk frá Kist í gær en ljóst er að Kjarnorkukrakkinn er til alls líklegur á stærsta sviðinu. Þótt Littler líti kannski ekki út fyrir að vera sextán ára er hann fæddur 21. janúar 2007. Andstæðingur hans í kvöld, Gilding, er öllu eldri, eða 53 ára. Hann varð elsti maðurinn til að vinna stórmót þegar hann hrósaði sigri á Opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Gilding er í 20. sæti heimslistans í pílukasti en Littler í því 164. Samt er Littler núna sjöundi líklegastur til að vinna HM samkvæmt veðbönkum. Bein útsending frá seinni hluta dagsins á HM í pílukasti hefst klukkan 19:00 á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira