Uppboðið er haldið á stafræna uppboðshúsinu Uppboð.com en fjöldi listamanna, hönnuða og fyrirtækja hafa lagt málefninu lið með því að gefa verk sín, vörur og vinnu. Söluandvirðið rennur óskipt til Píeta. Á uppboðinu má sjá verk eftir listamenn eins og Tolla, Hrafnhildi Arnardóttur/Shoplifter, Lilju Jóns, Andra Snæ Magnason, Sigríði Þóru Óðinsdóttur ásamt vörum frá 66Norður, Orr Gullsmiðum og Stefánsbúð.
Daggir Solutions standa að uppboðinu sem fer fram á vefsíðunni Uppboð.com sem er stafrænt uppboðshús þar sem notendur geta skráð hluti á uppboð sem sérfræðingar á vegum Uppboð.com meta og bjóða upp.
Píeta samtökin veitir hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri og viðtölin eru fyrir einstaklinga með sjálfsvígshugsanir eða eru í sjálfsskaða og aðstandendur þeirra.