Utan vallar: Ég er strax farinn að sakna þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson hafa boðið upp á mikla skemmtun siðustu fótboltasumur. Vísir/Hulda Margrét Við kveðjum ekki aðeins árið 2023 þessa dagana heldur einnig tvo litríkustu þjálfara Bestu deildar karla í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa verið andlit Bestu deildarinnar síðustu ár og lífgað mikið upp á fótboltasumrin, bæði með frábærum fótboltaliðum sínum en einnig með ómælandi keppnisskapi sínu sem ekki er hægt annað en að hrífast af. Vísir/Hulda Margrét Nú eru þeir líklegast báðir að yfirgefa íslensku deildina og það á sama tíma. Óskar Hrafn hefur tekið við Haugesund í Noregi og Arnar er væntanlega að fara að taka við sænska liðinu Norrköping. Það verður ekki aðeins erfitt fyrir Víking og Breiðablik að fylla í skörð þessara stóru karaktera í þjálfarastólum sínum heldur hafa þeir einnig starfað í ólaunuðu og ónefndu starfi sem sendiherrar Bestu deildarinnar. Það verður því verkefni fyrir kynningardeild Bestu deildarinnar að finna nýja sendiherra deildarinnar fyrir komandi knattspyrnusumar. Þeir Arnar og Óskar eru auðvitað eins ólíkir og menn gerast en þeir sameinast um það að búa til stílhrein og vel spilandi fótboltalið sem hafa gert frábæra hluti í þeirra þjálfaratíð. Vísir/Hulda Margrét Arnar hefur vissulega haft betur í titlum enda hefur Víkingsliðið unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Sex stórir titlar frá 2019 er magnaður árangur ekki síst þar sem þetta eru 67 prósent titla í boði á þessum fimm árum. Óskar Hrafn uppskar kannski bara einn Íslandsmeistaratitil á þjálfaratíma sínum í Smáranum en hann gerði hins vegar það sem engum öðrum þjálfara íslensks liðs hefur tekist, fyrr eða síðar. Hann kom Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en íslenskt karlalið hefur aldrei komist í riðlakeppni í Evrópukeppni áður. Magnað afrek. Það er ekki nóg með að lið þeirra hafa háð hálfgerð einvígi um titilinn undanfarin sumur þá hafa þeir Arnar og Óskar Hrafn lífgað upp á deildina með viðtölum sínum og viðbrögðum. Tveir keppnismenn sem lifa á ystu brún þegar boltinn er i leik og gefa mikið af sér á hliðarlínunni. Það að þeir hafi einnig verið andstæðir pólar í bæði taktík og tali hefur gert einvígið enn skemmtilegra. Auðvitað hafa menn sokkið stundum niður í leiksskólasandinn, látið skapið hlaupa með sig í gönur og fengið í kjölfarið vænan skammt af alls konar gagnrýni á hátterni sína og hegðun. Eins og sannir keppnismenn hafa þeir aldrei gefið neitt eftir, haldið sínu skriðu og trúað á sitt og sína. Óskar Hrafn og Arnar eftir einn innbyrðis leik þeirra.Vísir/Hulda Margrét Þeir hafa farið sína leið frá fyrsta degi og mótað lið sín eftir sínu fótboltahöfði. Tveir fótboltahöfðingar sem eins og leikmennirnir sem þeir voru forðum þá sækja þeir nú á ný mið. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá þeim í Eliteserien og Allsvenskan. Þeir hafa sannað sig sem frábærir þjálfarar á Íslandi en ná þeir að færa sig úr hálfatvinnumennsku og yfir í full atvinnumannalið á næsta stigi fyrir ofan? Það er stóra spurningin sem margir bíðar eftir að fá svarið við. Fótboltaáhugafólk á Íslandi stendur eftir nú tveimur frábærum og litríkum knattspyrnuþjálfuruum fáttækari. Það verður skrýtið að sjá Bestu deildina án þessa þegar hún fer af stað án þeirra í byrjun apríl. Ég get ekki sagt annað en að ég sé strax farinn að sakna þeirra. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa verið andlit Bestu deildarinnar síðustu ár og lífgað mikið upp á fótboltasumrin, bæði með frábærum fótboltaliðum sínum en einnig með ómælandi keppnisskapi sínu sem ekki er hægt annað en að hrífast af. Vísir/Hulda Margrét Nú eru þeir líklegast báðir að yfirgefa íslensku deildina og það á sama tíma. Óskar Hrafn hefur tekið við Haugesund í Noregi og Arnar er væntanlega að fara að taka við sænska liðinu Norrköping. Það verður ekki aðeins erfitt fyrir Víking og Breiðablik að fylla í skörð þessara stóru karaktera í þjálfarastólum sínum heldur hafa þeir einnig starfað í ólaunuðu og ónefndu starfi sem sendiherrar Bestu deildarinnar. Það verður því verkefni fyrir kynningardeild Bestu deildarinnar að finna nýja sendiherra deildarinnar fyrir komandi knattspyrnusumar. Þeir Arnar og Óskar eru auðvitað eins ólíkir og menn gerast en þeir sameinast um það að búa til stílhrein og vel spilandi fótboltalið sem hafa gert frábæra hluti í þeirra þjálfaratíð. Vísir/Hulda Margrét Arnar hefur vissulega haft betur í titlum enda hefur Víkingsliðið unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Sex stórir titlar frá 2019 er magnaður árangur ekki síst þar sem þetta eru 67 prósent titla í boði á þessum fimm árum. Óskar Hrafn uppskar kannski bara einn Íslandsmeistaratitil á þjálfaratíma sínum í Smáranum en hann gerði hins vegar það sem engum öðrum þjálfara íslensks liðs hefur tekist, fyrr eða síðar. Hann kom Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en íslenskt karlalið hefur aldrei komist í riðlakeppni í Evrópukeppni áður. Magnað afrek. Það er ekki nóg með að lið þeirra hafa háð hálfgerð einvígi um titilinn undanfarin sumur þá hafa þeir Arnar og Óskar Hrafn lífgað upp á deildina með viðtölum sínum og viðbrögðum. Tveir keppnismenn sem lifa á ystu brún þegar boltinn er i leik og gefa mikið af sér á hliðarlínunni. Það að þeir hafi einnig verið andstæðir pólar í bæði taktík og tali hefur gert einvígið enn skemmtilegra. Auðvitað hafa menn sokkið stundum niður í leiksskólasandinn, látið skapið hlaupa með sig í gönur og fengið í kjölfarið vænan skammt af alls konar gagnrýni á hátterni sína og hegðun. Eins og sannir keppnismenn hafa þeir aldrei gefið neitt eftir, haldið sínu skriðu og trúað á sitt og sína. Óskar Hrafn og Arnar eftir einn innbyrðis leik þeirra.Vísir/Hulda Margrét Þeir hafa farið sína leið frá fyrsta degi og mótað lið sín eftir sínu fótboltahöfði. Tveir fótboltahöfðingar sem eins og leikmennirnir sem þeir voru forðum þá sækja þeir nú á ný mið. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá þeim í Eliteserien og Allsvenskan. Þeir hafa sannað sig sem frábærir þjálfarar á Íslandi en ná þeir að færa sig úr hálfatvinnumennsku og yfir í full atvinnumannalið á næsta stigi fyrir ofan? Það er stóra spurningin sem margir bíðar eftir að fá svarið við. Fótboltaáhugafólk á Íslandi stendur eftir nú tveimur frábærum og litríkum knattspyrnuþjálfuruum fáttækari. Það verður skrýtið að sjá Bestu deildina án þessa þegar hún fer af stað án þeirra í byrjun apríl. Ég get ekki sagt annað en að ég sé strax farinn að sakna þeirra.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira