Töfrablær yfir jólahúsi ársins í Kópavogi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 13:37 Daltún 1 er Jólahús ársins 2023 í Kópavogi. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Kópavogsbær Daltún 1 er jólahús Kópavogs í ár. Í umsögn dómnefndar segir að einföld litasamsetningin sveipi ákveðnum töfrablæ yfir húsið, allt um kring. Að þessu sinni voru einnig valdar Jólagata og Fjölbýlishús ársins. Lista- og menningarráð Kópavogs stóð í ár í annað sinn fyrir leitinni að Jólahúsi Kópavogs. Á vef Kópavogsbæjar kemur fram að dæmt sé út frá samhengi við umhverfið, birtu og jólafíling/stemmingu. „Falleg kyrrð í ljósdýrðinni“ Daltún 1 var valið jólahús ársins í ár. Umsögn dómnefndar: „Falleg kyrrð í ljósdýrðinni, umhverfið hjálpar vissulega til með þessum fallegu trjám sem umliggja húsið. Einföld litasamsetningin sveipar ákveðnum töfrablæ yfir húsið allt um kring.“ Elísabet Sveinsdóttir forseti bæjarstjórnar og formaður lista- og menningarráðs og Hjörtur Eiríksson eigandi jólahúss Kópavogs 2023.Kópavogsbær Jólahús ársins í fyrra í jólagötu ársins í ár Jólagata Kópavogs í ár er Múlalind, en þar stendur eitt mest skreytta hús landsins, Múlalind 2, sem var einmitt jólahús Kópavogs í fyrra. Umsögn dómnefndar: „Það er nú ekki annað hægt en að komast í jólaskap þegar keyrt/gengið er inn í Múlalindina. Fyrstu tvö húsin er einstaklega vel og mikið skreytt, þau setja tóninn fyrir alla götuna sem sú jólalegasta í Kópavogi þetta árið.“ Við Múlalind eru tvö einstaklega mikið og vel skreytt hús sem hafa vakið mikla athygli.Kópavogsbær Þá var Sunnusmári 22 - 28 útnefnt Jólafjölbýlishús Kópavogs 2023. Í umsögn dómnefndar segir að það sé mjög fallegt hversu samtaka nágrannarnir í Sunnusmáranum séu, allir hafi sett eins seríu og því sé heildarútkoman einstaklega falleg. Birtan/bjarminn frá húsinu sést langar leiðir og verður fallegri því nær maður kemur að húsinu. Sunnusmári 22 - 28 er Jólafjölbýlishús Kópavogs árið 2023.Kópavogsbær Jól Kópavogur Jólaskraut Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Lista- og menningarráð Kópavogs stóð í ár í annað sinn fyrir leitinni að Jólahúsi Kópavogs. Á vef Kópavogsbæjar kemur fram að dæmt sé út frá samhengi við umhverfið, birtu og jólafíling/stemmingu. „Falleg kyrrð í ljósdýrðinni“ Daltún 1 var valið jólahús ársins í ár. Umsögn dómnefndar: „Falleg kyrrð í ljósdýrðinni, umhverfið hjálpar vissulega til með þessum fallegu trjám sem umliggja húsið. Einföld litasamsetningin sveipar ákveðnum töfrablæ yfir húsið allt um kring.“ Elísabet Sveinsdóttir forseti bæjarstjórnar og formaður lista- og menningarráðs og Hjörtur Eiríksson eigandi jólahúss Kópavogs 2023.Kópavogsbær Jólahús ársins í fyrra í jólagötu ársins í ár Jólagata Kópavogs í ár er Múlalind, en þar stendur eitt mest skreytta hús landsins, Múlalind 2, sem var einmitt jólahús Kópavogs í fyrra. Umsögn dómnefndar: „Það er nú ekki annað hægt en að komast í jólaskap þegar keyrt/gengið er inn í Múlalindina. Fyrstu tvö húsin er einstaklega vel og mikið skreytt, þau setja tóninn fyrir alla götuna sem sú jólalegasta í Kópavogi þetta árið.“ Við Múlalind eru tvö einstaklega mikið og vel skreytt hús sem hafa vakið mikla athygli.Kópavogsbær Þá var Sunnusmári 22 - 28 útnefnt Jólafjölbýlishús Kópavogs 2023. Í umsögn dómnefndar segir að það sé mjög fallegt hversu samtaka nágrannarnir í Sunnusmáranum séu, allir hafi sett eins seríu og því sé heildarútkoman einstaklega falleg. Birtan/bjarminn frá húsinu sést langar leiðir og verður fallegri því nær maður kemur að húsinu. Sunnusmári 22 - 28 er Jólafjölbýlishús Kópavogs árið 2023.Kópavogsbær
Jól Kópavogur Jólaskraut Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira