Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 13:34 Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson stóðu upp úr á árinu samkvæmt vali KSÍ. Vísir/Hulda Margrét og Getty/Alex Grimm Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. Val KSÍ á leikmanni ársins fer fram með könnun sem meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni taka þátt í. Á vef KSÍ segir að kjörið á Glódísi og Hákoni hafi verið afgerandi í báðum tilfellum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í 2. sæti og Sveindís Jane Jónsdóttir í 3. sæti hjá konunum, en Jóhann Berg Guðmundsson í 2. sæti og Hákon Rafn Valdimarsson í 3. sæti hjá körlunum. Áður hafði komið fram að Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum með liði Genoa á Ítalíu, kæmi ekki til greina í valinu vegna kæru fyrir kynferðisbrot. Meistarar í Þýskalandi og Danmörku Í umfjöllun um knattspyrnufólk ársins á vef KSÍ segir: Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hún hefur sem fyrr verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu og gegndi lykilhlutverki með báðum liðum. Glódís fagnaði þýska meistaratitlinum með Bayern í vor sem leið, lék allar mínútur í öllum 22 leikjum liðsins og skoraði þrjú mörk. Þá lék hún einnig 9 leiki með liði sínu í Meistaradeild UEFA þar sem Bayern féll úr leik í 8-liða úrslitum og 4 leiki í bikar. Á yfirstandandi tímabili hefur Glódís leikið alla leiki Bayern hingað til og er einn af fyrirliðum liðsins. Glódís, sem hefur leikið 120 A-landsleiki og skorað 10 mörk, er fyrirliði A landsliðs kvenna og lék hún alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni og skoraði eitt mark, auk þess að leika sex af sjö vináttuleikjum ársins. Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hákon hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék hann 8 af 10 leikjum Íslands í undankeppni EM á árinu. Hann hefur alls leikið 15 A-landsleiki og skorað í þeim 3 mörk. Hákon var máttarstólpi í liði FC Köbenhavn í Danmörku á liðnu tímabili og fagnaði danska meistaratitlinum í vor sem leið, lék 29 leiki í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp 4, auk 6 bikarleikja og 8 leikja (1 mark) í Meistaradeild UEFA. Um sumarið flutti Hákon sig um set þegar hann var seldur til franska úrvalsdeildarliðsins LOSC Lille. Þar hefur hann komið við sögu í 12 leikjum í deild og 6 leikjum í Sambandsdeild UEFA það sem af er tímabilinu. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Val KSÍ á leikmanni ársins fer fram með könnun sem meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni taka þátt í. Á vef KSÍ segir að kjörið á Glódísi og Hákoni hafi verið afgerandi í báðum tilfellum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í 2. sæti og Sveindís Jane Jónsdóttir í 3. sæti hjá konunum, en Jóhann Berg Guðmundsson í 2. sæti og Hákon Rafn Valdimarsson í 3. sæti hjá körlunum. Áður hafði komið fram að Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum með liði Genoa á Ítalíu, kæmi ekki til greina í valinu vegna kæru fyrir kynferðisbrot. Meistarar í Þýskalandi og Danmörku Í umfjöllun um knattspyrnufólk ársins á vef KSÍ segir: Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hún hefur sem fyrr verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu og gegndi lykilhlutverki með báðum liðum. Glódís fagnaði þýska meistaratitlinum með Bayern í vor sem leið, lék allar mínútur í öllum 22 leikjum liðsins og skoraði þrjú mörk. Þá lék hún einnig 9 leiki með liði sínu í Meistaradeild UEFA þar sem Bayern féll úr leik í 8-liða úrslitum og 4 leiki í bikar. Á yfirstandandi tímabili hefur Glódís leikið alla leiki Bayern hingað til og er einn af fyrirliðum liðsins. Glódís, sem hefur leikið 120 A-landsleiki og skorað 10 mörk, er fyrirliði A landsliðs kvenna og lék hún alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni og skoraði eitt mark, auk þess að leika sex af sjö vináttuleikjum ársins. Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hákon hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék hann 8 af 10 leikjum Íslands í undankeppni EM á árinu. Hann hefur alls leikið 15 A-landsleiki og skorað í þeim 3 mörk. Hákon var máttarstólpi í liði FC Köbenhavn í Danmörku á liðnu tímabili og fagnaði danska meistaratitlinum í vor sem leið, lék 29 leiki í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp 4, auk 6 bikarleikja og 8 leikja (1 mark) í Meistaradeild UEFA. Um sumarið flutti Hákon sig um set þegar hann var seldur til franska úrvalsdeildarliðsins LOSC Lille. Þar hefur hann komið við sögu í 12 leikjum í deild og 6 leikjum í Sambandsdeild UEFA það sem af er tímabilinu.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50