Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Grindvíkingar mega vera heima yfir jólin þrátt fyrir að enn sé talin töluverð hætta. Björgunarsveitir verða ekki í bænum og fólk sem ákveður að dvelja þar verður á eigin ábyrgð.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lögreglustjórann á Suðurnesjum um þessa óvæntu ákvörðun.

Líkur á öðru eldgosi aukast með hverjum degi sem líður að mati Veðurstofunnar. Skýrt landris er hafið á ný í Svartsengi og hraðinn er meiri en fyrir gos. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur mætir í myndver og fer yfir stöðuna á Reykjanesskaga.

Þá verður rætt við fulltrúa nýrrar breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sem funduðu í fyrsta sinn hjá ríkissáttasemjara í dag. Þau voru bjartsýn og vongóð um að hægt verði að landa tímamóta kjarasamningum snemma á næsta ári.

Þá förum við á skíði á Bláfjöllum en brekkurnar voru opnaðar í fyrsta sinn í dag eftir að snjóframleiðsla hófst í fjallinu og við kíkjum baksviðs á jólatónleika Emmsjé Gauta sem fara fram Háskólabíó í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×