Gott að losna við óvissuna með barn á leiðinni Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2023 19:01 Arnar segir gott að vera laus við óvissuna rétt fyrir hátíðarnar. Sérstaklega í ljósi þess að barn er á leiðinni í janúar. Vísir/Nanna Arnar Gunnlaugsson kveðst sáttur við þá niðurstöðu að vera áfram í Víkinni þrátt fyrir áhuga sænska liðsins Norrköping. Félagið hafi sannarlega viljað fá hann sem þjálfara liðsins, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Gengið hefur á ýmsu síðustu daga en Vísir hafði eftir Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi, í fyrradag að Víkingur væri í viðræðum við Norrköping um kaupverð félagsins á Arnari, sem sænska liðið hygðist ráða. Í gær sendi Víkingur frá sér tilkynningu sem var á þann veg að of mikið bæri milli verðmats félaganna á Arnari og viðræðunum slitið. Norrköping svaraði því í gærkvöld á þann hátt að slíkar formlegar viðræður hefðu aldrei átt sér stað – Arnar væri á meðal kosta sem væru til skoðunar en hann hafi ekki orðið fyrir valinu. Arnar hefur lítið sett sig inn í samskipti félaganna tveggja. „Veistu það, ég hef bara voða lítið skipt mér af því hvað hefur farið fram á milli félagana. Ég var alltaf skýr frá byrjun að ef að Norrköping myndi velja mig í þessu viðræðuferli þá þyrftu þeir að tala við Víkingana og ég ætlaði ekkert að skipta mér af því,“ segir Arnar. Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála síðustu tvö tímabil í víkinni. Ósáttur? Nei. Spenntur? Já. Arnar segir Norrköping sannarlega hafa viljað sig en svekkir sig ekki á niðurstöðunni. „Ég veit að Norrköping vildi fá mig og við náðum ágætlega saman. Þetta voru mjög fagmannlegar viðræður og ferli sem ég fór í. Það var dýrmæt reynsla og ég er þakklátur fyrir hana. En eins og gengur og gerist náðu félögin ekki saman,“ „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils.“ segir Arnar. Klippa: Auðvitað tekur þetta á Þannig að þú ert ekki svekktur að komast ekki út? „Nei. Víkingur skuldar mér ekki neitt, ég skulda þeim frekar. Þeir tóku sénsinn á mér á sínum tíma. Eftir því sem þú verður eldri og reyndari kanntu betur að meta orð eins og að virða samning og sýna hollustu. Ég hef alltaf sagt að ég er mjög hamingjusamur í Víkinni. Við erum með frábæran hóp, nú er komin niðurstaða. Ég ætla bara að massa næsta tímabil, reyna að vinna báða titlana og reyna að komast eins langt í Evrópu og mögulegt er.“ segir Arnar. Líkt og sagði í yfirlýsingu Víkinga í gær var slitið á viðræður við Norrköping um skipti Arnars til Svíþjóðar. Er þetta þá endanleg niðurstaða - að Arnar verði áfram í Víkinni? „Ég held að þeim [Norrköping] sé alveg frjálst gera það sem þeir vilja. Þeir geta hent inn einhverju tilboði. En ef ég þekki minn mann Kára Árnason rétt þá mun hann segja það sama og hann er búinn að vera að segja: að ég sé ekki til sölu. Þá nær það ekki lengra. So be it.“ segir Arnar. Forstjórinn fari ekki í miðju fjárfestingartímabili Arnar hefur ekki farið í grafgötur með vilja sinn að þjálfa erlendis. Því er vert að spyrja hvort hann hafi komist að einhverju samkomulagi eða rætt við Víkinga hvaða upphæð væri ásættanleg að félagið fengi í sinn hlut við aðstæður sem þessar. Arnar segir svo ekki vera. Norrköping hefur verið mikið Íslendingafélag undanfarin ár. Hér er Arnór Ingvi Traustason að fagna marki og Ari Freyr Skúlason sést í bakgrunni.Twitter@ifknorrkoping „Svo sem ekki. Við erum að fara í gegnum massatímabil núna á næsta ári. Það er búið að fjárfesta mikið og mikið lagt í sölurnar. Þeirra afstaða er mjög skiljanleg að forstjórinn sé ekki bara að fara í miðju fjárfestingartímabili og allt í volli. Það er mjög skiljanleg afstaða,“ „Ég hef alltaf sagt það að þú endar þar sem þú átt skilið í fótboltanum. Ef mér gengur vel á næsta ári, og Víkingunum, þá kannski kemur Norrköping upp aftur eða eitthvað annað. Það er bara viðhorf mitt til þessa máls. Þá á ég eitt ár eftir af samningi hjá Víkingi og mögulega ekki hægt að fara fram á einhverjar risaupphæðir. En þetta er eitthvað sem erfitt að fabúlera um þegar þú hefur ekki stjórn á hlutunum.“ En hvað ef Norrköping skyldi banka upp á eftir tvær vikur í sömu erindagjörðum? „Þá myndi ég segja það nákvæmlega það sama við þá og ég sagði í upphafi viðræðna: „Þið þurfið bara að tala við Víkingana og ég ætla ekki að skipta mér af því.“ Ég ætla ekki að fara grenjandi upp á skrifstofu til Kára og reyna að væla í gegn einhver kaup. Ég ætla aldrei að gera það. Víkingarnir hafa tekið þessa afstöðu og ég ber mikla virðingu fyrir henni.“ Svo kom bara eins og atvik úr Wolf of Wall Street: I'm not fokking leaving. Það var stemning, þvílík innspýting inn í hópinn, menn hólkuðust upp, voru náttúrulega ánægðir með þetta. Það er æðislegt að hafa hann áfram," sagði Halli https://t.co/bDEEjZAwTx pic.twitter.com/SBuRkybIBV— Víkingur (@vikingurfc) December 22, 2023 Þakklátur Víkingum Fjölmargir Víkingar fögnuðu tíðindum gærdagsins vel. Einhverjir líktu Arnari við Gunnar á Hlíðarenda - að fögur væri hlíðin og slíkir sálmar - og þá líkti fyrirliði liðsins, Halldór Smári Sigurðarson, tíðindunum við fræga ræðu Leonardo DiCaprio sem lék Jordan Belfort í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street frá árinu 2013. Í þeirri ræðu kvaðst DiCaprio, sem Belfort, ekki vera á fjárans förum. En hvernig var gærdagurinn fyrir Arnar? „Það snart mig mjög djúpt hvernig viðbrögð voru hjá leikmönnum. Ég hefði haldið að sumir leikmenn væru sáttir við að ég væri að fara. Það snart mig djúpt, ég verð að viðurkenna það. Allar kveðjurnar sem ég hef fengið í gærkvöldi og í morgun; stjórnarmenn, stuðingsmenn, styrktaraðilar og allir að baki samfélaginu í Víkinni. Það snart mig djúpt og gerir mig eiginlega enn mótiveraðri í að gera vel fyrir klúbbinn á næsta ári. Það mun enginn sjá mig í fýlu þarna. Ég mun gera allt mitt að mörkum til að við eigum árangursríkt ár.“ segir Arnar. Annað barn á leiðinni.Vísir/Hulda Margrét Arnar fagnar því að hafa fengið niðurstöðu í málið. Hann fer óvissulaus og áhyggjulaus inn í hátíðarnar. „Þetta tekur alltaf á þó maður þykist vera svalur og láti þetta ekki hafa áhrif á sig. Svo er ég að eignast barn í lok janúar og auðvitað tekur þetta á. Það er viss léttir að þessu sé lokið og það sé komin niðurstaða. Svo er bara áfram gakk og fókus á næsta tímabil.“ sagði Arnar áður en hann dreif sig í skötuveislu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. 21. desember 2023 11:51 Víkingur slítur viðræðum við Norrköping Arnar Gunnlaugsson er ekki að fara til sænska félagsins Norrköping eftir allt saman því Víkingur hefur slitið viðræðunum 22. desember 2023 16:33 Norrköping segist ekki hafa lagt fram tilboð í Arnar Norrköping segist ekki hafa verið í viðræðum við Víking um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem sagt var að félagið hafi hafnað tilboði og slitið viðræðum við Norrköping. 22. desember 2023 20:11 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu síðustu daga en Vísir hafði eftir Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi, í fyrradag að Víkingur væri í viðræðum við Norrköping um kaupverð félagsins á Arnari, sem sænska liðið hygðist ráða. Í gær sendi Víkingur frá sér tilkynningu sem var á þann veg að of mikið bæri milli verðmats félaganna á Arnari og viðræðunum slitið. Norrköping svaraði því í gærkvöld á þann hátt að slíkar formlegar viðræður hefðu aldrei átt sér stað – Arnar væri á meðal kosta sem væru til skoðunar en hann hafi ekki orðið fyrir valinu. Arnar hefur lítið sett sig inn í samskipti félaganna tveggja. „Veistu það, ég hef bara voða lítið skipt mér af því hvað hefur farið fram á milli félagana. Ég var alltaf skýr frá byrjun að ef að Norrköping myndi velja mig í þessu viðræðuferli þá þyrftu þeir að tala við Víkingana og ég ætlaði ekkert að skipta mér af því,“ segir Arnar. Kári Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála síðustu tvö tímabil í víkinni. Ósáttur? Nei. Spenntur? Já. Arnar segir Norrköping sannarlega hafa viljað sig en svekkir sig ekki á niðurstöðunni. „Ég veit að Norrköping vildi fá mig og við náðum ágætlega saman. Þetta voru mjög fagmannlegar viðræður og ferli sem ég fór í. Það var dýrmæt reynsla og ég er þakklátur fyrir hana. En eins og gengur og gerist náðu félögin ekki saman,“ „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils.“ segir Arnar. Klippa: Auðvitað tekur þetta á Þannig að þú ert ekki svekktur að komast ekki út? „Nei. Víkingur skuldar mér ekki neitt, ég skulda þeim frekar. Þeir tóku sénsinn á mér á sínum tíma. Eftir því sem þú verður eldri og reyndari kanntu betur að meta orð eins og að virða samning og sýna hollustu. Ég hef alltaf sagt að ég er mjög hamingjusamur í Víkinni. Við erum með frábæran hóp, nú er komin niðurstaða. Ég ætla bara að massa næsta tímabil, reyna að vinna báða titlana og reyna að komast eins langt í Evrópu og mögulegt er.“ segir Arnar. Líkt og sagði í yfirlýsingu Víkinga í gær var slitið á viðræður við Norrköping um skipti Arnars til Svíþjóðar. Er þetta þá endanleg niðurstaða - að Arnar verði áfram í Víkinni? „Ég held að þeim [Norrköping] sé alveg frjálst gera það sem þeir vilja. Þeir geta hent inn einhverju tilboði. En ef ég þekki minn mann Kára Árnason rétt þá mun hann segja það sama og hann er búinn að vera að segja: að ég sé ekki til sölu. Þá nær það ekki lengra. So be it.“ segir Arnar. Forstjórinn fari ekki í miðju fjárfestingartímabili Arnar hefur ekki farið í grafgötur með vilja sinn að þjálfa erlendis. Því er vert að spyrja hvort hann hafi komist að einhverju samkomulagi eða rætt við Víkinga hvaða upphæð væri ásættanleg að félagið fengi í sinn hlut við aðstæður sem þessar. Arnar segir svo ekki vera. Norrköping hefur verið mikið Íslendingafélag undanfarin ár. Hér er Arnór Ingvi Traustason að fagna marki og Ari Freyr Skúlason sést í bakgrunni.Twitter@ifknorrkoping „Svo sem ekki. Við erum að fara í gegnum massatímabil núna á næsta ári. Það er búið að fjárfesta mikið og mikið lagt í sölurnar. Þeirra afstaða er mjög skiljanleg að forstjórinn sé ekki bara að fara í miðju fjárfestingartímabili og allt í volli. Það er mjög skiljanleg afstaða,“ „Ég hef alltaf sagt það að þú endar þar sem þú átt skilið í fótboltanum. Ef mér gengur vel á næsta ári, og Víkingunum, þá kannski kemur Norrköping upp aftur eða eitthvað annað. Það er bara viðhorf mitt til þessa máls. Þá á ég eitt ár eftir af samningi hjá Víkingi og mögulega ekki hægt að fara fram á einhverjar risaupphæðir. En þetta er eitthvað sem erfitt að fabúlera um þegar þú hefur ekki stjórn á hlutunum.“ En hvað ef Norrköping skyldi banka upp á eftir tvær vikur í sömu erindagjörðum? „Þá myndi ég segja það nákvæmlega það sama við þá og ég sagði í upphafi viðræðna: „Þið þurfið bara að tala við Víkingana og ég ætla ekki að skipta mér af því.“ Ég ætla ekki að fara grenjandi upp á skrifstofu til Kára og reyna að væla í gegn einhver kaup. Ég ætla aldrei að gera það. Víkingarnir hafa tekið þessa afstöðu og ég ber mikla virðingu fyrir henni.“ Svo kom bara eins og atvik úr Wolf of Wall Street: I'm not fokking leaving. Það var stemning, þvílík innspýting inn í hópinn, menn hólkuðust upp, voru náttúrulega ánægðir með þetta. Það er æðislegt að hafa hann áfram," sagði Halli https://t.co/bDEEjZAwTx pic.twitter.com/SBuRkybIBV— Víkingur (@vikingurfc) December 22, 2023 Þakklátur Víkingum Fjölmargir Víkingar fögnuðu tíðindum gærdagsins vel. Einhverjir líktu Arnari við Gunnar á Hlíðarenda - að fögur væri hlíðin og slíkir sálmar - og þá líkti fyrirliði liðsins, Halldór Smári Sigurðarson, tíðindunum við fræga ræðu Leonardo DiCaprio sem lék Jordan Belfort í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street frá árinu 2013. Í þeirri ræðu kvaðst DiCaprio, sem Belfort, ekki vera á fjárans förum. En hvernig var gærdagurinn fyrir Arnar? „Það snart mig mjög djúpt hvernig viðbrögð voru hjá leikmönnum. Ég hefði haldið að sumir leikmenn væru sáttir við að ég væri að fara. Það snart mig djúpt, ég verð að viðurkenna það. Allar kveðjurnar sem ég hef fengið í gærkvöldi og í morgun; stjórnarmenn, stuðingsmenn, styrktaraðilar og allir að baki samfélaginu í Víkinni. Það snart mig djúpt og gerir mig eiginlega enn mótiveraðri í að gera vel fyrir klúbbinn á næsta ári. Það mun enginn sjá mig í fýlu þarna. Ég mun gera allt mitt að mörkum til að við eigum árangursríkt ár.“ segir Arnar. Annað barn á leiðinni.Vísir/Hulda Margrét Arnar fagnar því að hafa fengið niðurstöðu í málið. Hann fer óvissulaus og áhyggjulaus inn í hátíðarnar. „Þetta tekur alltaf á þó maður þykist vera svalur og láti þetta ekki hafa áhrif á sig. Svo er ég að eignast barn í lok janúar og auðvitað tekur þetta á. Það er viss léttir að þessu sé lokið og það sé komin niðurstaða. Svo er bara áfram gakk og fókus á næsta tímabil.“ sagði Arnar áður en hann dreif sig í skötuveislu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. 21. desember 2023 11:51 Víkingur slítur viðræðum við Norrköping Arnar Gunnlaugsson er ekki að fara til sænska félagsins Norrköping eftir allt saman því Víkingur hefur slitið viðræðunum 22. desember 2023 16:33 Norrköping segist ekki hafa lagt fram tilboð í Arnar Norrköping segist ekki hafa verið í viðræðum við Víking um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem sagt var að félagið hafi hafnað tilboði og slitið viðræðum við Norrköping. 22. desember 2023 20:11 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. 21. desember 2023 11:51
Víkingur slítur viðræðum við Norrköping Arnar Gunnlaugsson er ekki að fara til sænska félagsins Norrköping eftir allt saman því Víkingur hefur slitið viðræðunum 22. desember 2023 16:33
Norrköping segist ekki hafa lagt fram tilboð í Arnar Norrköping segist ekki hafa verið í viðræðum við Víking um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem sagt var að félagið hafi hafnað tilboði og slitið viðræðum við Norrköping. 22. desember 2023 20:11