Þjálfarar lýsa yfir óánægju með VAR: „Eigum skilið meiri virðingu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 12:00 Sean Dych, Jürgen Klopp og Nuno Espirito Santo höfðu allir ástæðu til að tala um VAR eftir leiki sína á Þorláksmessu. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton og Nuno Espirito Santo, nýráðinn knattspyrnustjóri Nottingham Forest, létu allir óánægju sína með VAR í ljós eftir leiki liðanna sem fram fór á Þorláksmessu. Liðin þrjú, Liverpool, Everton og Nottingham Forest, töpuðu öll stigum í leikjum sínum síðastliðinn laugardag þar sem Forest mátti þola 2-3 tap gegn Bournemouth, Everton tapaði 2-1 gegn Tottenham og Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Arsenal í sannkölluðum toppslag deildarinnar. Nuno Espirito Santo var að stýra Nottingham Forest í fyrsta sinn eftir að hann tók við liðinu af Steve Cooper sem var látinn taka poka sinn stuttu fyrir jól. Hann segist ekki skilja rauða spjaldið sem Willy Boly, varnarmaður liðsins, fékk eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og kallar eftir því að fá meiri virðungu frá dómurum. „Ég er búinn að horfa á þetta aftur og aftur og ég skil þetta ekki enn þá,“ sagði Nuno eftir leikinn. „Þarna voru gerð mistök og ég held að dómararnir í VAR-herberginu hefðu átt að gefa sér meiri tíma í að ráðleggja dómaranum á vellinum. Við, sem og stuðningsmennirnir, eigum skilið meiri virðingu. Þetta er ekki sanngjarnt.“ Willy Bolly is sent off after two yellow cards in a potentially controversial refereeing decision! A huge moment for Nuno Espírito Santo in his first game in-charge for Nottingham Forest 🟨🟨🟥 pic.twitter.com/4HOFJmh9vn— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 23, 2023 Dómarinn með frábært sjónarhorn Eins og áður segir voru þeir félagar í Liverpool-borg, Sean Dyche og Jürgen Klopp, einnig óánægðir með frammistöðu VAR á Þorláksmessu. Dyche lét í sér heyra eftir að mark Dominic Calvert-Lewin var dæmt af gegn Tottenham. Calvert-Lewin virtist þá vera að minnka muninn í 2-1 snemma í síðari hálfleik, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af sökum þess að Andre Gomes braut á Emerson Royal í aðdraganda marksins. „Það sem vantaði í dag var rétt ákvörðun frá dómaranum,“ sagði Dyche eftir leikinn. „Við vorum frábærir eftir seinna markið þeirra. Við gerðum allt sem við gátum til að vinna leikinn, en í dag er risastór ákvörðun sem fellur ekki með okkur.“ „Dómarinn er með frábært sjónarhorn, línuvörðurinn líka, en svo stígur VAR inn í þetta og endurdæmir leikinn. Fyrir mér er leikurinn á vondum stað þegar kemur að brotum og VAR að finna leiðir til að gefa brot.“ Klopp Stærsta augnablik Þorláksmessu kom þó líklega í stórleik Liverpool og Arsenal þegar Norðmaðurinn Martin Ødegaard handlék knöttinn innan vítategis í fyrri hálfleik. Gestirnir í Arsenal höfðu þá 0-1 forystu, en þrátt fyrir ítrekaðar endursýningar var ekkert dæmt. Not a handball by Odegaard. This is why:Handball is the illegal contact/touch of the ball with the hand(s) and/or arm(s). However, it is not automatically a handball offence every time the ball touches a player’s hand/arm.See next tweet for more.pic.twitter.com/DR1Cult4iW— Saliba W (@SalibaEra_) December 24, 2023 „Þetta með vítið var skrýtin ákvörðun,“ sagði Klopp eftir jafntefli Liverpool og Arsenal. „Ég veit ekki hvort dómarinn sjái þetta, en þú horfir á þetta og ég er ekki viss um hvernig er hægt að segja að þetta sé ekki víti.“ „Ég er viss um að einhver mun koma og útskýra það fyrir mér af hverju þetta var ekki hendi, en ég veit samt ekki af hverju.“ „Hvernig getur einhver náungi sem situr inni á skrifstofu horft á þetta og ekki komist að þeirri niðurstöðu að mögulega ætti dómarinn að fara að kíkja betur á þetta?“ bætti Klopp við að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Sjá meira
Liðin þrjú, Liverpool, Everton og Nottingham Forest, töpuðu öll stigum í leikjum sínum síðastliðinn laugardag þar sem Forest mátti þola 2-3 tap gegn Bournemouth, Everton tapaði 2-1 gegn Tottenham og Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Arsenal í sannkölluðum toppslag deildarinnar. Nuno Espirito Santo var að stýra Nottingham Forest í fyrsta sinn eftir að hann tók við liðinu af Steve Cooper sem var látinn taka poka sinn stuttu fyrir jól. Hann segist ekki skilja rauða spjaldið sem Willy Boly, varnarmaður liðsins, fékk eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og kallar eftir því að fá meiri virðungu frá dómurum. „Ég er búinn að horfa á þetta aftur og aftur og ég skil þetta ekki enn þá,“ sagði Nuno eftir leikinn. „Þarna voru gerð mistök og ég held að dómararnir í VAR-herberginu hefðu átt að gefa sér meiri tíma í að ráðleggja dómaranum á vellinum. Við, sem og stuðningsmennirnir, eigum skilið meiri virðingu. Þetta er ekki sanngjarnt.“ Willy Bolly is sent off after two yellow cards in a potentially controversial refereeing decision! A huge moment for Nuno Espírito Santo in his first game in-charge for Nottingham Forest 🟨🟨🟥 pic.twitter.com/4HOFJmh9vn— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 23, 2023 Dómarinn með frábært sjónarhorn Eins og áður segir voru þeir félagar í Liverpool-borg, Sean Dyche og Jürgen Klopp, einnig óánægðir með frammistöðu VAR á Þorláksmessu. Dyche lét í sér heyra eftir að mark Dominic Calvert-Lewin var dæmt af gegn Tottenham. Calvert-Lewin virtist þá vera að minnka muninn í 2-1 snemma í síðari hálfleik, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af sökum þess að Andre Gomes braut á Emerson Royal í aðdraganda marksins. „Það sem vantaði í dag var rétt ákvörðun frá dómaranum,“ sagði Dyche eftir leikinn. „Við vorum frábærir eftir seinna markið þeirra. Við gerðum allt sem við gátum til að vinna leikinn, en í dag er risastór ákvörðun sem fellur ekki með okkur.“ „Dómarinn er með frábært sjónarhorn, línuvörðurinn líka, en svo stígur VAR inn í þetta og endurdæmir leikinn. Fyrir mér er leikurinn á vondum stað þegar kemur að brotum og VAR að finna leiðir til að gefa brot.“ Klopp Stærsta augnablik Þorláksmessu kom þó líklega í stórleik Liverpool og Arsenal þegar Norðmaðurinn Martin Ødegaard handlék knöttinn innan vítategis í fyrri hálfleik. Gestirnir í Arsenal höfðu þá 0-1 forystu, en þrátt fyrir ítrekaðar endursýningar var ekkert dæmt. Not a handball by Odegaard. This is why:Handball is the illegal contact/touch of the ball with the hand(s) and/or arm(s). However, it is not automatically a handball offence every time the ball touches a player’s hand/arm.See next tweet for more.pic.twitter.com/DR1Cult4iW— Saliba W (@SalibaEra_) December 24, 2023 „Þetta með vítið var skrýtin ákvörðun,“ sagði Klopp eftir jafntefli Liverpool og Arsenal. „Ég veit ekki hvort dómarinn sjái þetta, en þú horfir á þetta og ég er ekki viss um hvernig er hægt að segja að þetta sé ekki víti.“ „Ég er viss um að einhver mun koma og útskýra það fyrir mér af hverju þetta var ekki hendi, en ég veit samt ekki af hverju.“ „Hvernig getur einhver náungi sem situr inni á skrifstofu horft á þetta og ekki komist að þeirri niðurstöðu að mögulega ætti dómarinn að fara að kíkja betur á þetta?“ bætti Klopp við að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Sjá meira