Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. vísir

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman.

Sjötíu hið minnsta létust í blóðugum loftárásum Ísraelsmanna á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu á aðfangadagskvöld.

Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag borginnar við Steypustöðina og fleiri aðila vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Ártúnshöfða. Borgarstjóri segir samkomulagið lykilatriði í uppbyggingu svæðisins.

Þá hittum heyrum við frá jólapredikun biskups Íslands og ávarpi Frans páfa, kíkjum í afmæli til elsta Íslendingsins og sjáum jólalegar myndir frá miðborginni.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×