Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2023 11:37 Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina sem stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að halda veginum yfir heiðina opnum eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi. Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Viðvörunin tók gildi seint í gærkvöldi, þegar lítil lægð vestan við landið tók að fikra sig nær ströndum Íslands. „Þetta gerist gjarnan þegar það er svona kalt í loftinu. Hún er búin að vera að fikra sig nær landinu í nótt og kom hérna í morgunsárið. Það fylgir svona litlum lægðum, þær geta verið mjög rakar og það getur fylgt þeim talsverð úrkoma, en mjög staðbundið yfirleitt,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Ferðaveðrið á Suðurlandi er því ekki með besta móti. „Það er víða núna á Suðurlandinu orðin snjóþekja eða þæfingur á vegum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjúk lokun nú í gildi á Hellisheiði. Aðeins ökumenn á vetrarbúnum bílum fá að fara yfir heiðina og verið er að moka veginn. Reynt verður eftir fremsta megni að halda veginum opnum, en vera kann að veginum verði lokað síðar í dag. Mjúk lokun er einnig í gildi í Þrengslum. Á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is, má sjá upplýsingar um færð á vegum. Gæti komið í bæinn síðdegis Áhrifasvæði lægðarinnar er þó ekki bara bundið við Suðurland að sögn Eiríks. „Og svo svona heiðarnar hérna á Reykjanesinu. Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiðin. Það eru svona þessi helstu áhrifasvæði eins og staðan er núna. Mögulega kemur þetta aðeins hérna inn aftur á höfuðborgarsvæðið seinni partinn. Þá gæti snjóað svolítið hér, en líklegra er að þetta verði meira á Suðurlandinu.“ Búist er við því að áhrifa lægðarinnar gæti fram á kvöld. „Svo trosnar úr þessu og loftið þornar þegar líður á kvöldið. Þá verður einhver úrkoma kannski við og við ennþá, en ekki svona áköf,“ segir Eiríkur. Samkvæmt upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg hafa björgunarsveitir engin útköll fengið vegna snjóþyngslanna á Suðurlandi.
Veður Björgunarsveitir Færð á vegum Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira