Hútar lýsa yfir ábyrgð á eldflaugaárás í Rauðahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 22:07 Bandaríska herskipið USS Carney sem staðsett hefur verið á Rauðahafi síðustu vikur. AP Vígasamtök Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás sem gerð var á flutningaskip í Rauðahafi fyrr í dag. Þá lýstu samtökin yfir ábyrgð á tilraun til drónaárásar á Ísrael. Mikil spenna hefur verið á Rauðahafi að undanförnu en Hútar hafa gert nær linnulausar árásir á flutninga- og herskip á hafinu síðan í október. Leiðtogar Húta tilkynntu í annarri viku desember að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim yrði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð fyrir íbúa þar. Hútar hafa meðal annars skotið á norskt tankskip og líberískt flutningaskip síðan þá. Nú í morgun skutu Hútar á skipið United VIII, sem er í eigu svissnesk-ítalska fyrirtækisins MSC Mediterranean Shipping. Að sögn félagsins slasaðist enginn skipverja í árásinni en skipið var á leið frá Sádi-Arabíu til Pakistan. Um svipað leyti varð Ísrael fyrir eldflaugaárás, sem landið náði þó að verjast, af Rauðahafi. Yahya Sarea, talsmaður hersveita Húta, sagði í sjónvarpsávarpi síðar í dag að Hútar bæru ábyrgð á árásunum tveimur. Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingarleið heims og hefur aðgengi að hafinu í gegnum tíðina verið beitt í pólitískum tilgangi. Hafið tengir Arabíuhaf í suðri og Miðjarðarhafið í norðri, með aðstoð Súes-skurðarins sem liggur frá Miðjarðarhafi í Rauðahaf. Ísrael Jemen Sviss Ítalía Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 16. desember 2023 23:56 Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Mikil spenna hefur verið á Rauðahafi að undanförnu en Hútar hafa gert nær linnulausar árásir á flutninga- og herskip á hafinu síðan í október. Leiðtogar Húta tilkynntu í annarri viku desember að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim yrði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð fyrir íbúa þar. Hútar hafa meðal annars skotið á norskt tankskip og líberískt flutningaskip síðan þá. Nú í morgun skutu Hútar á skipið United VIII, sem er í eigu svissnesk-ítalska fyrirtækisins MSC Mediterranean Shipping. Að sögn félagsins slasaðist enginn skipverja í árásinni en skipið var á leið frá Sádi-Arabíu til Pakistan. Um svipað leyti varð Ísrael fyrir eldflaugaárás, sem landið náði þó að verjast, af Rauðahafi. Yahya Sarea, talsmaður hersveita Húta, sagði í sjónvarpsávarpi síðar í dag að Hútar bæru ábyrgð á árásunum tveimur. Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingarleið heims og hefur aðgengi að hafinu í gegnum tíðina verið beitt í pólitískum tilgangi. Hafið tengir Arabíuhaf í suðri og Miðjarðarhafið í norðri, með aðstoð Súes-skurðarins sem liggur frá Miðjarðarhafi í Rauðahaf.
Ísrael Jemen Sviss Ítalía Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 16. desember 2023 23:56 Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 16. desember 2023 23:56
Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00
Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47