Vildi breyta til um jólin eftir andlát mömmu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 14:00 Áslaug Arna segir mikilvægt að fólk setji ekki óþarfa pressu á sig um að eiga fullkomin jól. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir fjölskylduna sína hafa viljað breyta til um jólin eftir andlát mömmu hennar. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar var Áslaug Arna í viðtali vikunnar og ræddi á opinskáan hátt um tilfinningar sínar til jólanna. Áslaug missti móður sína, Kristínu Steinarsdóttur, árið 2012 þegar hún var 22 ára gömul. Misjafnlega mikið jólabarn Áslaug segir að hún sé misjafnlega mikið jólabarn. Hún segist þó verða meira og meira jólabarn með árunum. „Sumir kannski hafa það öfugt, eru mjög mikið jólabarn sem börn en síðan minnkar það með árunum, en ég held ég sé að verða meira og meira jólabarn með hverju ári,“ segir Áslaug. Hún segir margt hafa breyst eftir að mamma hennar lést. Mikið skarð hafi verið hoggið í jólahaldið. „Konan sem eldaði matinn og hélt uppi hátíðunum að einhverju leyti er fallin frá og þá þurftum við einhvern veginn að finna það út hvernig við myndum halda jólin saman án hennar og það var kannski þá sem við þorðum að breyta út af vananum, af því að við treystum okkur ekki í að reyna að halda alveg uppteknum hætti.“ Jólin megi vera allskonar „Svo blandast fjölskyldan, pabbi kynnist nýrri konu, þá kemur ný fjölskylda inn og krakkarnir hennar og við höldum núna jólin öll saman. Það hefur verið alveg frábær viðbót við fjölskylduna,“ segir Áslaug. „Auðvitað var hún í fyrstu svolítið óvænt en síðan þá hefur fjölskyldan blandast ótrúlega vel saman og mér hefur þótt mjög vænt um þau jól sem við höfum skapað okkur saman núna.“ Áslaug segir að sér finnist stundum fullmikil krafa um að jólin eigi alltaf að vera eins og að það eigi alltaf að vera gaman. „Og allt frábært við þau og einhvern veginn og allt að ganga svo smurt og vera svo fallegt og allir svo hressir.“ Hún segist hafa reynt að létta af þeirri pressu á sig og sína fjölskyldu í gegnum tíðina. Áslaug segir að sér finnist mikilvægt að viðurkennt sé að jólin megi vera fjölbreytt og að fólk megi upplifa sínar tilfinningar. „Þetta er bara tími, manni má líða allskonar, það er allskonar sem hefur komið upp hjá mörgum, í kringum jólin, margir tengja jólin við einhverja erfiðleika. Aðrir hafa bara átt gleðileg jól og bara gaman og það er bara frábært líka,“ segir Áslaug. „En svona að við setjum kannski ekki óþarfa pressu á okkur gagnvart því að jólin þurfi öll að vera einhvern veginn upp á tíu.“ Enn í sorg fyrstu jólin Áslaug segir fyrstu jólin eftir andlát móður sinnar hafa einkennst af sorg. Hún hafi verið jörðuð stuttu fyrir jól, einungis einum mánuði fyrir. „Þannig að það var einhvern veginn ennþá allt í sorginni. En vinir hjálpuðu mikið til. Vinur pabba hjálpaði til með matinn, svona að þetta gæti verið í nokkuð hefðbundnum skorðum, vinkona mömmu gerði jólaísinn eins og við höfðum alltaf borðað hann.“ Fjölskyldan hafi reynt að halda jólin eins og hægt hafi verið þau jól. Þau hafi síðan næstu jól prófað að breyta alveg til og farið út til Tenerife af því að þau hafi ekki langað í hefðbundin jól það árið. „Eftir það svona púsluðum við þessu bara allskonar saman. Ég held að það sé alveg algengt að fólk vilji breyta aðeins til eftir svona áfall af því að jólin verða aldrei söm. Þau verða aldrei alveg eins.“ Jól Bítið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar var Áslaug Arna í viðtali vikunnar og ræddi á opinskáan hátt um tilfinningar sínar til jólanna. Áslaug missti móður sína, Kristínu Steinarsdóttur, árið 2012 þegar hún var 22 ára gömul. Misjafnlega mikið jólabarn Áslaug segir að hún sé misjafnlega mikið jólabarn. Hún segist þó verða meira og meira jólabarn með árunum. „Sumir kannski hafa það öfugt, eru mjög mikið jólabarn sem börn en síðan minnkar það með árunum, en ég held ég sé að verða meira og meira jólabarn með hverju ári,“ segir Áslaug. Hún segir margt hafa breyst eftir að mamma hennar lést. Mikið skarð hafi verið hoggið í jólahaldið. „Konan sem eldaði matinn og hélt uppi hátíðunum að einhverju leyti er fallin frá og þá þurftum við einhvern veginn að finna það út hvernig við myndum halda jólin saman án hennar og það var kannski þá sem við þorðum að breyta út af vananum, af því að við treystum okkur ekki í að reyna að halda alveg uppteknum hætti.“ Jólin megi vera allskonar „Svo blandast fjölskyldan, pabbi kynnist nýrri konu, þá kemur ný fjölskylda inn og krakkarnir hennar og við höldum núna jólin öll saman. Það hefur verið alveg frábær viðbót við fjölskylduna,“ segir Áslaug. „Auðvitað var hún í fyrstu svolítið óvænt en síðan þá hefur fjölskyldan blandast ótrúlega vel saman og mér hefur þótt mjög vænt um þau jól sem við höfum skapað okkur saman núna.“ Áslaug segir að sér finnist stundum fullmikil krafa um að jólin eigi alltaf að vera eins og að það eigi alltaf að vera gaman. „Og allt frábært við þau og einhvern veginn og allt að ganga svo smurt og vera svo fallegt og allir svo hressir.“ Hún segist hafa reynt að létta af þeirri pressu á sig og sína fjölskyldu í gegnum tíðina. Áslaug segir að sér finnist mikilvægt að viðurkennt sé að jólin megi vera fjölbreytt og að fólk megi upplifa sínar tilfinningar. „Þetta er bara tími, manni má líða allskonar, það er allskonar sem hefur komið upp hjá mörgum, í kringum jólin, margir tengja jólin við einhverja erfiðleika. Aðrir hafa bara átt gleðileg jól og bara gaman og það er bara frábært líka,“ segir Áslaug. „En svona að við setjum kannski ekki óþarfa pressu á okkur gagnvart því að jólin þurfi öll að vera einhvern veginn upp á tíu.“ Enn í sorg fyrstu jólin Áslaug segir fyrstu jólin eftir andlát móður sinnar hafa einkennst af sorg. Hún hafi verið jörðuð stuttu fyrir jól, einungis einum mánuði fyrir. „Þannig að það var einhvern veginn ennþá allt í sorginni. En vinir hjálpuðu mikið til. Vinur pabba hjálpaði til með matinn, svona að þetta gæti verið í nokkuð hefðbundnum skorðum, vinkona mömmu gerði jólaísinn eins og við höfðum alltaf borðað hann.“ Fjölskyldan hafi reynt að halda jólin eins og hægt hafi verið þau jól. Þau hafi síðan næstu jól prófað að breyta alveg til og farið út til Tenerife af því að þau hafi ekki langað í hefðbundin jól það árið. „Eftir það svona púsluðum við þessu bara allskonar saman. Ég held að það sé alveg algengt að fólk vilji breyta aðeins til eftir svona áfall af því að jólin verða aldrei söm. Þau verða aldrei alveg eins.“
Jól Bítið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira