Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 17:58 Áhættumatsskýrsla ríkislögreglustjóra um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var birt í dag. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta. Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta.
Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira