Þórarinn Snorrason í Vogsósum látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2023 10:46 Þórarinn Snorrason í Vogsósum var síðasti oddviti Selvogshrepps. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn Snorrason, bóndi í Vogsósum 2 í Selvogi, er látinn, 92 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á jóladag. Hann hafði legið á sjúkrahúsi um mánaðarskeið eftir að hafa lærleggsbrotnað er hann féll við útistörf við fjárhúsin í Vogsósum en þar stundaði hann sauðfjárbúskap. Þórarinn var fæddur í Vogsósum þann 8. ágúst árið 1931. Hann var síðasti oddviti og hreppsstjóri Selvogshrepps en hreppurinn sameinaðist Ölfusi árið 1989. Þá var hann stóran hluta ævi sinnar helsti vörslumaður Strandarkirkju sem formaður sóknarnefndar en einnig um tíma sem meðhjálpari og hringjari. Eiginkona hans var Elisabeth Charlotte Johanna Herrmann. Hún fæddist í Þýskalandi þann 28. desember 1927. Hún lést árið 2018. Þau gengu í hjónaband árið 1954 og eignuðust fimm börn en afkomendahópurinn telur auk þeirra núna níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Þórarinn var aðalviðmælandi í þættinum Um land allt sem Stöð 2 gerði um Selvoginn haustið 2013. Þar sagði Þórarinn meðal annars frá kynnum sínum af skáldinu Einari Benediktssyni, sem bjó síðustu æviár sín í Herdísarvík. Hér má sjá þáttinn um Selvog: Þórarinn var á barnsaldri þegar Einar Benediktsson bjó í Selvogi, kom oft í Herdísarvík og man vel eftir honum. Þórarinn rifjaði meðal annars upp þegar hann varð vitni að hinstu för Einars úr Herdísarvík þegar lík hans var borið til Vogsósa en þá var enginn vegur kominn þar á milli. Frétt um kynni Þórarins af Einari má sjá hér: Andlát Ölfus Þjóðkirkjan Landbúnaður Tengdar fréttir Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. 5. ágúst 2023 14:01 Strákurinn sem kynntist Einari í Herdísarvík Þótt yfir sjötíu ár séu liðin frá því Einar Benediktsson skáld lést í Herdísarvík má enn finna mann í Selvogi sem umgekkst Einar á síðustu æviárum hans þar. 30. september 2013 16:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Þórarinn var fæddur í Vogsósum þann 8. ágúst árið 1931. Hann var síðasti oddviti og hreppsstjóri Selvogshrepps en hreppurinn sameinaðist Ölfusi árið 1989. Þá var hann stóran hluta ævi sinnar helsti vörslumaður Strandarkirkju sem formaður sóknarnefndar en einnig um tíma sem meðhjálpari og hringjari. Eiginkona hans var Elisabeth Charlotte Johanna Herrmann. Hún fæddist í Þýskalandi þann 28. desember 1927. Hún lést árið 2018. Þau gengu í hjónaband árið 1954 og eignuðust fimm börn en afkomendahópurinn telur auk þeirra núna níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Þórarinn var aðalviðmælandi í þættinum Um land allt sem Stöð 2 gerði um Selvoginn haustið 2013. Þar sagði Þórarinn meðal annars frá kynnum sínum af skáldinu Einari Benediktssyni, sem bjó síðustu æviár sín í Herdísarvík. Hér má sjá þáttinn um Selvog: Þórarinn var á barnsaldri þegar Einar Benediktsson bjó í Selvogi, kom oft í Herdísarvík og man vel eftir honum. Þórarinn rifjaði meðal annars upp þegar hann varð vitni að hinstu för Einars úr Herdísarvík þegar lík hans var borið til Vogsósa en þá var enginn vegur kominn þar á milli. Frétt um kynni Þórarins af Einari má sjá hér:
Andlát Ölfus Þjóðkirkjan Landbúnaður Tengdar fréttir Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. 5. ágúst 2023 14:01 Strákurinn sem kynntist Einari í Herdísarvík Þótt yfir sjötíu ár séu liðin frá því Einar Benediktsson skáld lést í Herdísarvík má enn finna mann í Selvogi sem umgekkst Einar á síðustu æviárum hans þar. 30. september 2013 16:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. 5. ágúst 2023 14:01
Strákurinn sem kynntist Einari í Herdísarvík Þótt yfir sjötíu ár séu liðin frá því Einar Benediktsson skáld lést í Herdísarvík má enn finna mann í Selvogi sem umgekkst Einar á síðustu æviárum hans þar. 30. september 2013 16:55