Skaftholtsréttum breytt í skautasvell Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 20:31 Vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára (t.h.) og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára, sem eru duglegar að mæta i réttirnar og skauta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur. „Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
„Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum