Fjölskyldan heima þegar þjófar brutust inn til Grealish í miðjum leik Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 08:30 Sasha Attwood, unnusta Jack Grealish, var heima þegar þjófar brutust inn. Instagram/@sasha__rebecca Talið er að tíu fjölskyldumeðlimir Jack Grealish, þar á meðal unnusta hans, foreldrar og systkini, hafi verið stödd í nýju og glæsilegu stórhýsi hans þegar þjófar brutu sér leið inn. Grealish var þá að spila með Manchester City gegn Everton, í fyrrakvöld, og fjölskyldan að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira